Fuglar

Getur þú klárað
að lita myndirnar?

Ábyrgðartegundir

Hér fyrir neðan eru teikningar af fuglum sem hægt er að prenta út og lita. Allar þessar fuglategundir flokkast til svokallaðra ábyrgðategunda. Ábyrgðategundir eru þær tegundir sem stór hluti Evrópustofns og jafnvel heimsstofns reiðir sig á Ísland sem varpstöðvar eða fæðustöðvar í millilendingu fyrir farflug. Því er gríðarlega mikilvægt að vernda búsvæði og aðstæður þessara fugla svo tegundin fái þrifist hér. Ef búsvæði tegundarinnar er eytt hérlendis eru miklar líkur á að hún fái ekki þrifist lengur og geti því í kjölfarið dáið út.

Teikningar: Friðgeir Jóhannes Kristjánsson

Ábyrgðartegundir

Hér fyrir neðan eru teikningar af fuglum sem hægt er að prenta út og lita. Allar þessar fuglategundir flokkast til svokallaðra ábyrgðategunda. Ábyrgðategundir eru þær tegundir sem stór hluti Evrópustofns og jafnvel heimsstofns reiðir sig á Ísland sem varpstöðvar eða fæðustöðvar í millilendingu fyrir farflug. Því er gríðarlega mikilvægt að vernda búsvæði og aðstæður þessara fugla svo tegundin fái þrifist hér. Ef búsvæði tegundarinnar er eytt hérlendis eru miklar líkur á að hún fái ekki þrifist lengur og geti því í kjölfarið dáið út.

Teikningar: Friðgeir Jóhannes Kristjánsson

Veldu teikningu hér fyrir neðan

Fálki

Fálki er stór og tígurlegur ránfugl. Eins og aðrir ránfuglar veiðir hann sér bráð en til þess þarf hann góða sjón, hvasst og krókbogið nef og sterkar, hvassar klær. Klærnar notar hann til að hremma bráðina sem hann rífur svo á hol með goggnum. Aðalfæða hans er rjúpa sem hann slær til með klónum á flugi eða grípur á jörðu niðri. Hann veiðir einnig heiðagæsir, vaðfugla, spörfugla og hagamýs.

Fálkinn er trygglyndur fugl, sama parið verpur oft ár eftir ár á sama óðali, en það er svæðið sem fálkinn helgar sér og ver.

Fálki er ein af ábyrgðartegundunum okkar á Íslandi. Það þýðir að um 20% af Evrópustofni hans nýtir Ísland til varps eða kemur við hér á ferðum sínum. Hann er nú talinn í nokkurri hættu en færri en 1000 kynþroska fuglar eru taldir vera á landinu öllu.

Heiðagæs

Heiðagæs er einn af einkennisfuglum miðhálendisins. Hún er grasæta eins og aðrar gæsir, sækir í ræktarland á vorin og bítur mikið mýrargróður. Seint á sumrin fer hún í berjamó og étur ber. Karlfugl gæsa er kallaður gassi og hann er aðeins minni en kvenfuglinn sem er kölluð gæs.

Heiðagæsin verpur í votlendi á hálendinu, t.d. meðfram ám og lækjum. Hreiðrið klæðir hún að innan með stráum og dúni og notar sama hreiðurstaðinn ár eftir ár. Þjórsárver voru áður stærsta heiðagæsavarp í heimi en Guðlaugstungur norðan Hofsjökuls hafa nú tekið við þeim titli. Þar verpa yfir 20 þúsund pör. Heiðagæsin fer til Skotlands og Norður-Englands á haustin.

Heiðagæsin er félagslyndur fugl allt árið, hún ferðast milli landa í stórum hópum og heldur til í flokkum á hálendinu á haustin.

Heiðagæs er ein af ábyrgðartegundunum okkar á Íslandi. Meginhluti af  Evrópustofni heiðagæsa nýtir Ísland til varps eða kemur við hér á ferðum sínum.

Heiðlóa

Heiðlóa, sem oft er einfaldlega kölluð lóa, er farfugl sem kemur til Íslands snemma á vorin. Hún er vaðfugl og einkennisfugl þurrlendis og móa og gerir sér hreiður í móum, heiðum og grónum hraunum. Lóa étur skordýr t.d. bjöllur, áttfætlur, orma og snigla en hún étur einnig ber á haustin.

Um haustið fara lóurnar að safnast saman í hópa og búa sig undir brottför til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu, aðallega á Írlandi en hún fer líka til Frakklands, Spánar, Portúgals og alla leið til Marokkó sem er í Afríku!

Rúmlega helmingur af öllum lóum í heiminum verpa hér á landi, svo við berum mikla ábyrgð á stofninum, enda er lóan ein af ábyrgðartegundunum okkar hér á Íslandi.

Himbrimi

Himbrimi er stór vatnafugl. Hann er fimur sundfugl og mikill kafari enda er hann einkennisfugl íslenskra heiðavatna. Hann er fiskiæta og fer einungis á land til að verpa. Himbrimi verpur í hólmum eða við vatnsbakka en hann getur ekki gengið og skríður á maganum til og frá hreiðrinu.

Ungarnir byrja að synda stuttu eftir að þeir klekjast úr eggi eða þegar þeir eru orðnir þurrir, og foreldrarnir fæða þá þangað til þeir geta farið að veiða sjálfir.

Ísland er eini varpstaður himbrima í Evrópu en hann er algengur á meginlandi Norður-Ameríku og á Grænlandi. Himbrimi er ein af ábyrgðartegundunum okkar hér á Íslandi.

Skúmur

Skúmur er einkennisfugl hinna miklu sanda sunnan- og suðausturlands. Hann er dökkbrúnn með ljósbryddum fjöðrum á höfði, háls, bringu og baki. Hann er með svartan og sterklegan krókboginn gogg, sterklega svarta fætur og svört augu. Þegar skúmurinn flýgur þöndum vængjum eru ljósir blettir framarlega á vængjunum hans áberandi.

Á söndunum á Suður- og Suðausturlandi, svo sem á Skeiðarársandi, í Öræfum og á Breiðamerkursandi má oft sjá marga skúma saman, en þar verpa um ¾ hlutar íslenska stofnsins. Skúmurinn verndar hreiðrið sitt afar vel og hikar ekki við að ráðast að fólki ef það hættir sér of nálægt hreiðrinu yfir varptímann. Hann verpur aðallega í dreifðum byggðum á sjávarmelum og grónum aurum jökuláa, en stundum í höfðum og eyjum. Eggin eru tvö, skúmurinn liggur á þeim í fjórar vikur og 6–7 vikum eftir að ungi klekst úr eggi verður hann fleygur.

Aðalfæða skúms er líklega sandsíli en hann lifir á fjölbreyttri fæðu úr dýraríkinu og er þekktur fyrir að leggja aðra sjófugla í einelti, svo sem fýla, svartfugla, máfa og jafnvel súlur sem eru stórir sjófuglar. Þá þvingar hann fuglana til að sleppa ætinu eða jafnvel æla því.

Kría

Kría er lítil og nett en orkumikil og fer hratt og ákveðið yfir. Hún er auðþekkt á svartri hettunni, rauðum goggnum og klofnu stélinu.

Kría er farfugl sem ver vetrinum við Suður-Íshafið. Á vorin flýgur hún norður eftir Atlantshafinu meðfram ströndum meginlandanna, nýtir hagstæða vinda til að létta undir fluginu og fylgir æti alla leið að norðurheimskautinu. Þar verpur hún og er fram á haustið þegar hún heldur aftur suður á bóginn. Krían ferðast lengri vegalengd en nokkur annar fugl.

Krían er fim á flugi og getur steypt sér eldsnöggt niður í vatn eftir síli. Í varplandinu er hún þekkt fyrir að verja varpið á flugi með snöggum dýfum og margir halda sig fjarri henni af ótta við að krían goggi í hausinn á þeim. Með þessu atferli ver hún afkvæmi sín fyrir ræningjum og aðrir fuglar njóta góðs af að verpa í nálægð við hana.

Æðarfugl

Æðarfugl er stór kafönd sem heldur sig nær eingöngu við sjó og er algengasta önd landsins. Karlfuglinn er kallaður bliki og hann er auðþekktur, hvítur að ofan og svartur að neðan með svarta kollu á höfði. Kvenfuglinn kallast kolla, hún er dökkbrún með fíngert dökkt munstur.

Æðarfugl er afar fær kafari og nýtir þann eiginleika til að kafa eftir fjölbreyttri fæðu úr dýraríkinu. Hann étur til dæmis krækling og aðrar samlokur, sæsnigla, burstaorma, krossfiska og krabbadýr. Stundum sækir hann líka í fiskúrgang í höfnum svo sem loðnuhrogn.

Æðarfugl verpur í stórum byggðum, margir fuglar saman. Æðarfuglinn fóðrar hreiðrið sitt með mjúkum, léttum og hlýjum dún sem kollan reitir af sér til að halda hita á eggjunum. Hljóðið sem blikinn gefur frá sér, rólegt „úú“, er eitt af einkennishljóðum vorsins á Íslandi.

Spói

Spói er stór vaðfugl, með háar lappir og langan boginn gogg sem hann nýtir til að ná sér í fæðu eins og skordýr, köngulær, snigla, orma, krabbadýr og síðsumars ber, jafnt á yfirborði sem og í mjúkum leir.

Á flugi þekkist hann á hröðum vængjatökum en oft sést hann á fuglaþúfum þar sem hann vellir. Það er söngur spóans og eitt af einkennishljóðum sumarsins á Íslandi.

Spóinn er algengur um allt láglendi og verpur bæði á þurru og blautu landi. Spóinn er farfugl og vetrarstöðvar hans eru í Vestur-Afríku. Um 40% af spóum heimsins verpa á Íslandi og við berum því mikla ábyrgð á spóastofninum sem verpur annars víða umhverfis Norður-Íshafið.

Straumönd

Straumönd er vatnafugl sem líður best í og við straumharðar lindár og brimasamar strendur. Þegar hún flýgur fylgir hún árfarvegum, hverri bugðu og beygju og flýgur jafnvel undir brýr.

Í lindám er helstu fæðu straumandar að finna en það eru lirfur og púpur bitmýsins. Á sjó er fæða hennar ýmis smádýr eins og þanglýs, marflær og kuðungar.

Straumöndin er staðfugl á Íslandi sem þýðir að hún er á landinu eða við strendur þess allan ársins hring. Einu varpstöðvar hennar í Evrópu eru hér á landi og er hún þess vegna ein af ábyrgðartegundum okkar á Íslandi. Utan Evrópu finnst straumöndin einnig austast í Síberíu, á Grænlandi og við norðanverðar strendur Norður-Ameríku.

Jaðrakan

Jaðrakan (eða jaðraka) er með langa fætur og langan gogg sem er einkennandi fyrir vaðfugla, og er hann einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi á Íslandi. Jaðrakan notar langan gogginn til að pota djúpt í leirur, mýrar og tjarnabotna eftir hvers konar smádýrum, ormum, skeldýrum, sniglum og lirfum en stundum borðar hann líka fræ og ber.

Jaðrakan verpur í og við margskonar votlendi á láglendi um mestallt land, og aldrei langt frá vatni. Hann er yfirleitt þögull en á varptíma gefur hann frá sér einkennandi hljóð,  sumum finnst hann segja „vaddúddí – vaddúddí“ og „vita-vita-vita“.

Íslenskir jaðrakanar hafa flestir vetrardvöl í Vestur-Evrópu, einkum Írlandi, en sumir fara til Spánar eða Portúgal og jafnvel alla leið til Marokkó.

Lundi

Lundi er svartfugl sem kemur á land við sjó á sumrin til að verpa en yfir vetrartímann heldur hann til úti á Norður-Atlantshafinu. Hann er algengasti fuglinn við Ísland en fer þó ört fækkandi líkt og mörgum öðrum sjófuglum.

Í sumarbúningi er lundi svartur að ofan og hvítur að neðan, með svartan koll og kraga, skæran og litskrúðugan gogg og appelsínugular lappir.

Lundi er félagslyndur fugl. Hann er yfirleitt þögull en á varpstöðvunum gefur hann frá sér lágt kurr. Hann verpur í lundabyggðum í grösugum eyjum og brekkum ofan við bjargbrúnir. Hreiðrin eru holur eða göng í jörðinni sem lundinn er iðinn við að fóðra að innan og hreinsa.

Lundi kafar eftir æti og syndir kafsund með vængjunum. Hann getur kafað niður á 60 m dýpi og verið í kafi í allt að eina og hálfa mínútu. Hann raðar fiskum í gogginn og getur borið 6–20 fiska í hverri ferð. Sandsíli er algengasta fæða lundans en loðna er líka mikilvæg og fleiri litlar sjávarlífverur.

Lundar verða að jafnaði 25 ára gamlir en elsti lundi sem vitað er um varð að minnsta kosti 38 ára gamall!

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl. Í sumarbúningi er hún svört á höfði, hálsi og baki en hvít á bringu og kviði. Á veturna eru framháls, kverk og hlustarþökur hvít.

Álkan flýgur hratt og beint með teygðan háls, lágt yfir haffletinum. Hún er góður kafari eins og aðrir svartfuglar, er létt á sundi og sperrir oft stél og jafnvel gogg. Á móti kemur á hún erfitt með gang, og þegar hún situr hvílir hún á ristunum og heldur jafnvægi með stélinu.

Álka er félagslyndur fugl sem verpur í byggðum við sjó, björgum eða grýttum urðum. Þegar ungarnir eru orðnir 2–3 vikna gamlir elta þeir foreldrana út á haf, löngu áður en þeir verða fleygir.

60% af öllum álkum heimsins verpa á Íslandi og tegundin er því ein af ábyrgðategundum Íslands.

Fálki

Fálki er stór og tígurlegur ránfugl. Eins og aðrir ránfuglar veiðir hann sér bráð en til þess þarf hann góða sjón, hvasst og krókbogið nef og sterkar, hvassar klær. Klærnar notar hann til að hremma bráðina sem hann rífur svo á hol með goggnum. Aðalfæða hans er rjúpa sem hann slær til með klónum á flugi eða grípur á jörðu niðri. Hann veiðir einnig heiðagæsir, vaðfugla, spörfugla og hagamýs.

Fálkinn er trygglyndur fugl, sama parið verpur oft ár eftir ár á sama óðali, en það er svæðið sem fálkinn helgar sér og ver. Fálki er ein af ábyrgðartegundunum okkar á Íslandi. Það þýðir að um 20% af Evrópustofni hans nýtir Ísland til varps eða kemur við hér á ferðum sínum. Hann er nú talinn í nokkurri hættu en færri en 1000 kynþroska fuglar eru taldir vera á landinu öllu.

Heiðagæs

Heiðagæs er einn af einkennisfuglum miðhálendisins. Hún er grasæta eins og aðrar gæsir, sækir í ræktarland á vorin og bítur mikið mýrargróður. Seint á sumrin fer hún í berjamó og étur ber. Karlfugl gæsa er kallaður gassi og hann er aðeins minni en kvenfuglinn sem er kölluð gæs.

Heiðagæsin verpur í votlendi á hálendinu, t.d. meðfram ám og lækjum. Hreiðrið klæðir hún að innan með stráum og dúni og notar sama hreiðurstaðinn ár eftir ár. Þjórsárver voru áður stærsta heiðagæsavarp í heimi en Guðlaugstungur norðan Hofsjökuls hafa nú tekið við þeim titli. Þar verpa yfir 20 þúsund pör. Heiðagæsin fer til Skotlands og Norður-Englands á haustin.

Heiðagæsin er félagslyndur fugl allt árið, hún ferðast milli landa í stórum hópum og heldur til í flokkum á hálendinu á haustin.

Heiðagæs er ein af ábyrgðartegundunum okkar á Íslandi. Meginhluti af  Evrópustofni heiðagæsa nýtir Ísland til varps eða kemur við hér á ferðum sínum.

Heiðlóa

Heiðlóa, sem oft er einfaldlega kölluð lóa, er farfugl sem kemur til Íslands snemma á vorin. Hún er vaðfugl og einkennisfugl þurrlendis og móa og gerir sér hreiður í móum, heiðum og grónum hraunum. Lóa étur skordýr t.d. bjöllur, áttfætlur, orma og snigla en hún étur einnig ber á haustin.

Um haustið fara lóurnar að safnast saman í hópa og búa sig undir brottför til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu, aðallega á Írlandi en hún fer líka til Frakklands, Spánar, Portúgals og alla leið til Marokkó sem er í Afríku!

Rúmlega helmingur af öllum lóum í heiminum verpa hér á landi, svo við berum mikla ábyrgð á stofninum, enda er lóan ein af ábyrgðartegundunum okkar hér á Íslandi.

Himbrimi

Himbrimi er stór vatnafugl. Hann er fimur sundfugl og mikill kafari enda er hann einkennisfugl íslenskra heiðavatna. Hann er fiskiæta og fer einungis á land til að verpa. Himbrimi verpur í hólmum eða við vatnsbakka en hann getur ekki gengið og skríður á maganum til og frá hreiðrinu.

Ungarnir byrja að synda stuttu eftir að þeir klekjast úr eggi eða þegar þeir eru orðnir þurrir, og foreldrarnir fæða þá þangað til þeir geta farið að veiða sjálfir.

Ísland er eini varpstaður himbrima í Evrópu en hann er algengur á meginlandi Norður-Ameríku og á Grænlandi. Himbrimi er ein af ábyrgðartegundunum okkar hér á Íslandi.

Skúmur

Skúmur er einkennisfugl hinna miklu sanda sunnan- og suðausturlands. Hann er dökkbrúnn með ljósbryddum fjöðrum á höfði, háls, bringu og baki. Hann er með svartan og sterklegan krókboginn gogg, sterklega svarta fætur og svört augu. Þegar skúmurinn flýgur þöndum vængjum eru ljósir blettir framarlega á vængjunum hans áberandi.

Á söndunum á Suður- og Suðausturlandi, svo sem á Skeiðarársandi, í Öræfum og á Breiðamerkursandi má oft sjá marga skúma saman, en þar verpa um ¾ hlutar íslenska stofnsins. Skúmurinn verndar hreiðrið sitt afar vel og hikar ekki við að ráðast að fólki ef það hættir sér of nálægt hreiðrinu yfir varptímann. Hann verpur aðallega í dreifðum byggðum á sjávarmelum og grónum aurum jökuláa, en stundum í höfðum og eyjum. Eggin eru tvö, skúmurinn liggur á þeim í fjórar vikur og 6–7 vikum eftir að ungi klekst úr eggi verður hann fleygur.

Aðalfæða skúms er líklega sandsíli en hann lifir á fjölbreyttri fæðu úr dýraríkinu og er þekktur fyrir að leggja aðra sjófugla í einelti, svo sem fýla, svartfugla, máfa og jafnvel súlur sem eru stórir sjófuglar. Þá þvingar hann fuglana til að sleppa ætinu eða jafnvel æla því.

Kría

Kría er lítil og nett en orkumikil og fer hratt og ákveðið yfir. Hún er auðþekkt á svartri hettunni, rauðum goggnum og klofnu stélinu.

Kría er farfugl sem ver vetrinum við Suður-Íshafið. Á vorin flýgur hún norður eftir Atlantshafinu meðfram ströndum meginlandanna, nýtir hagstæða vinda til að létta undir fluginu og fylgir æti alla leið að norðurheimskautinu. Þar verpur hún og er fram á haustið þegar hún heldur aftur suður á bóginn. Krían ferðast lengri vegalengd en nokkur annar fugl.

Krían er fim á flugi og getur steypt sér eldsnöggt niður í vatn eftir síli. Í varplandinu er hún þekkt fyrir að verja varpið á flugi með snöggum dýfum og margir halda sig fjarri henni af ótta við að krían goggi í hausinn á þeim. Með þessu atferli ver hún afkvæmi sín fyrir ræningjum og aðrir fuglar njóta góðs af að verpa í nálægð við hana.

Æðarfugl

Æðarfugl er stór kafönd sem heldur sig nær eingöngu við sjó og er algengasta önd landsins. Karlfuglinn er kallaður bliki og hann er auðþekktur, hvítur að ofan og svartur að neðan með svarta kollu á höfði. Kvenfuglinn kallast kolla, hún er dökkbrún með fíngert dökkt munstur.

Æðarfugl er afar fær kafari og nýtir þann eiginleika til að kafa eftir fjölbreyttri fæðu úr dýraríkinu. Hann étur til dæmis krækling og aðrar samlokur, sæsnigla, burstaorma, krossfiska og krabbadýr. Stundum sækir hann líka í fiskúrgang í höfnum svo sem loðnuhrogn.

Æðarfugl verpur í stórum byggðum, margir fuglar saman. Æðarfuglinn fóðrar hreiðrið sitt með mjúkum, léttum og hlýjum dún sem kollan reitir af sér til að halda hita á eggjunum. Hljóðið sem blikinn gefur frá sér, rólegt „úú“, er eitt af einkennishljóðum vorsins á Íslandi.

Spói

Spói er stór vaðfugl, með háar lappir og langan boginn gogg sem hann nýtir til að ná sér í fæðu eins og skordýr, köngulær, snigla, orma, krabbadýr og síðsumars ber, jafnt á yfirborði sem og í mjúkum leir.

Á flugi þekkist hann á hröðum vængjatökum en oft sést hann á fuglaþúfum þar sem hann vellir. Það er söngur spóans og eitt af einkennishljóðum sumarsins á Íslandi.

Spóinn er algengur um allt láglendi og verpur bæði á þurru og blautu landi. Spóinn er farfugl og vetrarstöðvar hans eru í Vestur-Afríku. Um 40% af spóum heimsins verpa á Íslandi og við berum því mikla ábyrgð á spóastofninum sem verpur annars víða umhverfis Norður-Íshafið.

Straumönd

Straumönd er vatnafugl sem líður best í og við straumharðar lindár og brimasamar strendur. Þegar hún flýgur fylgir hún árfarvegum, hverri bugðu og beygju og flýgur jafnvel undir brýr.

Í lindám er helstu fæðu straumandar að finna en það eru lirfur og púpur bitmýsins. Á sjó er fæða hennar ýmis smádýr eins og þanglýs, marflær og kuðungar.

Straumöndin er staðfugl á Íslandi sem þýðir að hún er á landinu eða við strendur þess allan ársins hring. Einu varpstöðvar hennar í Evrópu eru hér á landi og er hún þess vegna ein af ábyrgðartegundum okkar á Íslandi. Utan Evrópu finnst straumöndin einnig austast í Síberíu, á Grænlandi og við norðanverðar strendur Norður-Ameríku.

Jaðrakan

Jaðrakan (eða jaðraka) er með langa fætur og langan gogg sem er einkennandi fyrir vaðfugla, og er hann einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi á Íslandi. Jaðrakan notar langan gogginn til að pota djúpt í leirur, mýrar og tjarnabotna eftir hvers konar smádýrum, ormum, skeldýrum, sniglum og lirfum en stundum borðar hann líka fræ og ber.

Jaðrakan verpur í og við margskonar votlendi á láglendi um mestallt land, og aldrei langt frá vatni. Hann er yfirleitt þögull en á varptíma gefur hann frá sér einkennandi hljóð,  sumum finnst hann segja „vaddúddí – vaddúddí“ og „vita-vita-vita“.

Íslenskir jaðrakanar hafa flestir vetrardvöl í Vestur-Evrópu, einkum Írlandi, en sumir fara til Spánar eða Portúgal og jafnvel alla leið til Marokkó.

Lundi

Lundi er svartfugl sem kemur á land við sjó á sumrin til að verpa en yfir vetrartímann heldur hann til úti á Norður-Atlantshafinu. Hann er algengasti fuglinn við Ísland en fer þó ört fækkandi líkt og mörgum öðrum sjófuglum.

Í sumarbúningi er lundi svartur að ofan og hvítur að neðan, með svartan koll og kraga, skæran og litskrúðugan gogg og appelsínugular lappir.

Lundi er félagslyndur fugl. Hann er yfirleitt þögull en á varpstöðvunum gefur hann frá sér lágt kurr. Hann verpur í lundabyggðum í grösugum eyjum og brekkum ofan við bjargbrúnir. Hreiðrin eru holur eða göng í jörðinni sem lundinn er iðinn við að fóðra að innan og hreinsa.

Lundi kafar eftir æti og syndir kafsund með vængjunum. Hann getur kafað niður á 60 m dýpi og verið í kafi í allt að eina og hálfa mínútu. Hann raðar fiskum í gogginn og getur borið 6–20 fiska í hverri ferð. Sandsíli er algengasta fæða lundans en loðna er líka mikilvæg og fleiri litlar sjávarlífverur.

Lundar verða að jafnaði 25 ára gamlir en elsti lundi sem vitað er um varð að minnsta kosti 38 ára gamall!

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl. Í sumarbúningi er hún svört á höfði, hálsi og baki en hvít á bringu og kviði. Á veturna eru framháls, kverk og hlustarþökur hvít.

Álkan flýgur hratt og beint með teygðan háls, lágt yfir haffletinum. Hún er góður kafari eins og aðrir svartfuglar, er létt á sundi og sperrir oft stél og jafnvel gogg. Á móti kemur á hún erfitt með gang, og þegar hún situr hvílir hún á ristunum og heldur jafnvægi með stélinu.

Álka er félagslyndur fugl sem verpur í byggðum við sjó, björgum eða grýttum urðum. Þegar ungarnir eru orðnir 2–3 vikna gamlir elta þeir foreldrana út á haf, löngu áður en þeir verða fleygir.

60% af öllum álkum heimsins verpa á Íslandi og tegundin er því ein af ábyrgðategundum Íslands.