Fræðsluvefur Náttúruminjasafns Íslands

Fróðleikur og útskýringar á hugtökum
í náttúrufræði

Velkomin á Fróðleiksbrunnin

Hér má finna alls konar fræðslu og leiki tengda náttúrunni. Efnið hentar sem námsefni í grunn- og leikskólum, en einnig utan skólans – svo sem heima, í sumarbústaðnum eða jafnvel í tjaldútilegunni. Sérstakur hluti Fróðleiksbrunnsins inniheldur lengri fræðslutexta sem henta kennurum um afmarkaða þætti náttúrunnar og íslensks lífríkis sem teknir eru fyrir á sýningum Náttúruminjasafnsins og styðja þannig við skólaheimsóknir.

Á Fróðleiksbrunninum sýnum við einnig afrakstur þróunarverkefna. Nú er uppi sýningin Jöklar og framtíðin – Skapandi samkeppni  sem haldin var í tilefni Alþjóðaárs Jökla á hverfanda hveli. Eldur, ís og mjúkur mosi er verkefni sem Náttúruminjasafnið og Vatnajökulsþjóðgarður unnu í samvinnu við skóla og listafólk í vetur.