Spendýr

Getur þú klárað
að lita myndirnar?

Hér fyrir neðan eru teikningar af nokkrum villtum spendýrum á Íslandi. Teikningarnar er hægt að prenta út og lita. Á Íslandi finnast ekki margar tegundir villtra spendýra, eða einungis um sex á landi auk tveggja selategunda sem kæpa reglulega við strendur landsins. Þessar sex tegundir eru refur, minkur, húsamús, hagamús, brúnrotta og hreindýr. Selirnir eru landselur og útselur. Í hafinu hafa sést hér við land 23 tegundir hvala.

Teikningar: Friðgeir Jóhannes Kristjánsson

Hér fyrir neðan eru teikningar af nokkrum villtum spendýrum á Íslandi. Teikningarnar er hægt að prenta út og lita. Á Íslandi finnast ekki margar tegundir villtra spendýra, eða einungis um sex á landi auk tveggja selategunda sem kæpa reglulega við strendur landsins. Þessar sex tegundir eru refur, minkur, húsamús, hagamús, brúnrotta og hreindýr. Selirnir eru landselur og útselur. Í hafinu hafa sést hér við land 23 tegundir hvala.

Teikningar: Friðgeir Jóhannes Kristjánsson

Veldu teikningu hér fyrir neðan

Refur

Refur er smágert rándýr, oft mórautt eða hvítt. Hann hefur verið á Íslandi í árþúsundir og er eina spendýrið sem var á Íslandi fyrir landnám. Refur gengur einnig undir heitunum melrakki, tófa, skolli og lágfóta. Karldýrið er kallað steggur eða refur og kvendýrið læða. Afkvæmi refsins nefnist yrðlingur.

Hagamús

Á Íslandi eru fá landspendýr en hagamúsin er eitt þeirra. Hún er nagdýr og kom líklega til Íslands með skipum landnámsmanna á 10. öld.

Hagamús er mjög smávaxin, um 9 cm á lengd en skottið hennar er 8 cm, næstum því jafnlangt og músin sjálf.

Hagamýs finnast alls staðar þar sem gróður vex. Fræ eru aðalfæða hagamúsa, en þær eru alls ekki matvandar og éta flest sem getur talist ætilegt, svo sem skordýr og snigla. Þær grafa sér holur sem eru eins og göng og safna þar forða svo þær eigi næga fæðu fyrir veturinn.

Hagamýs sjá og heyra mjög vel. Þær eru félagslynd dýr og búa margar saman yfir vetrartímann, en á sumrin halda kvenmýsnar sig út af fyrir sig með ungana sína en karlmýsnar taka ekki þátt í uppeldinu.

Landselur

Landselur er algengasti selurinn við Ísland og heldur sig við ströndina allan ársins hring. Helsta fæða landsela eru síli, flatfiskar, smáþorskur, loðna, síld, karfi, ufsi, steinbítur og fleiri fisktegundir.

Landselir geta orðið tveir metrar að lengd og allt að 30 ára gamlir.

Karlselurinn kallast brimill og kvenselurinn urta en afkvæmi þeirra er kallað kópur. Urturnar koma saman í látur til að kæpa (eiga afkvæmi). Þar eru margir selir, tugir eða jafnvel hundruðir saman. Urturnar kæpa í júní og verða kóparnir syndir eftir aðeins viku.  Urtan gætir kópsins af umhyggju í fjórar vikur og hann drekkur hjá henni feita og næringarríka mjólk, því hann er jú spendýr.

Hnúfubakur

Hnúfubakur er stór skíðishvalategund. Hann getur orðið 17 m langur og vegið allt að 40 tonnum. Hnúfubakur er leikglaður og forvitinn og þekkist á risastórum frambægslum og söngnum sínum. Hann finnst um öll heimshöfin og ferðast frá Íslandi alla leið að kóralrifunum í Karíbahafinu yfir vetrartímann. Sumir hnúfubakar eru þó hér við land allt árið. Hann étur bæði fisk og svifdýr og hnúfubakar safnast gjarnan saman í stórum hópum og hjálpast að við að króa fiskitorfur af við veiðar.

Hreindýr

Hreindýr eru spendýr, og flokkast  sem klaufdýr og jórturdýr. Þau halda sig í hjörðum og oft sjást stórir hópar hreindýra saman.

Hreindýr eru jurtaætur. Snoppa hreindýra er mjög loðin og klaufir þeirra eru stórar, en báðir eiginleikar koma að góðum notum þegar hreindýrin þurfa að krafsa eftir fæðu í snjó.

Hreindýr voru flutt af mönnum inn til Íslands frá Noregi á árunum 1771–1784. Fyrst voru þau flutt til margra landshluta en nú er þau eingöngu að finna á Austurlandi. Helsta fæða þeirra eru fléttur, skófir, grös og starir. Þau eru með mjög þykkan og skjólgóðan feld og sums staðar eru hárin hol að innan sem einangrar vel og gerir dýrin sérstaklega vel aðlöguð að lífi á heimskautasvæðum.

Rostungur

Rostungar eru risavaxin spendýr sem eiga heimkynni á rekísbreiðum við strendur Norður-Íshafsins. Áður fyrr var séríslenskur rostungastofn við Ísland en í dag eru þeir mjög sjaldgæfir hér, þó að stöku flækingar sjáist einstaka sinnum hér og þar við strendur landsins. Rostungar eru ljósbrúnleitir með þykka, hrukkótta húð, stutt gróf hár og gríðarstórar höggtennur sem þeir nota til að marka sér stöðu innan hópsins og sem vopn ef þeir þurfa. Aðalfæða rostunga eru botnhryggleysingjar, eins og skeljar, skrápdýr og krabbadýr.

Refur

Refur er smágert rándýr, oft mórautt eða hvítt. Hann hefur verið á Íslandi í árþúsundir og er eina spendýrið sem var á Íslandi fyrir landnám. Refur gengur einnig undir heitunum melrakki, tófa, skolli og lágfóta. Karldýrið er kallað steggur eða refur og kvendýrið læða. Afkvæmi refsins nefnist yrðlingur.

Hagamús

Á Íslandi eru fá landspendýr en hagamúsin er eitt þeirra. Hún er nagdýr og kom líklega til Íslands með skipum landnámsmanna á 10. öld.

Hagamús er mjög smávaxin, um 9 cm á lengd en skottið hennar er 8 cm, næstum því jafnlangt og músin sjálf.

Hagamýs finnast alls staðar þar sem gróður vex. Fræ eru aðalfæða hagamúsa, en þær eru alls ekki matvandar og éta flest sem getur talist ætilegt, svo sem skordýr og snigla. Þær grafa sér holur sem eru eins og göng og safna þar forða svo þær eigi næga fæðu fyrir veturinn.

Hagamýs sjá og heyra mjög vel. Þær eru félagslynd dýr og búa margar saman yfir vetrartímann, en á sumrin halda kvenmýsnar sig út af fyrir sig með ungana sína en karlmýsnar taka ekki þátt í uppeldinu.

Landselur

Landselur er algengasti selurinn við Ísland og heldur sig við ströndina allan ársins hring. Helsta fæða landsela eru síli, flatfiskar, smáþorskur, loðna, síld, karfi, ufsi, steinbítur og fleiri fisktegundir.

Landselir geta orðið tveir metrar að lengd og allt að 30 ára gamlir.

Karlselurinn kallast brimill og kvenselurinn urta en afkvæmi þeirra er kallað kópur. Urturnar koma saman í látur til að kæpa (eiga afkvæmi). Þar eru margir selir, tugir eða jafnvel hundruðir saman. Urturnar kæpa í júní og verða kóparnir syndir eftir aðeins viku.  Urtan gætir kópsins af umhyggju í fjórar vikur og hann drekkur hjá henni feita og næringarríka mjólk, því hann er jú spendýr.

Hnúfubakur

Hnúfubakur er stór skíðishvalategund. Hann getur orðið 17 m langur og vegið allt að 40 tonnum. Hnúfubakur er leikglaður og forvitinn og þekkist á risastórum frambægslum og söngnum sínum. Hann finnst um öll heimshöfin og ferðast frá Íslandi alla leið að kóralrifunum í Karíbahafinu yfir vetrartímann. Sumir hnúfubakar eru þó hér við land allt árið. Hann étur bæði fisk og svifdýr og hnúfubakar safnast gjarnan saman í stórum hópum og hjálpast að við að króa fiskitorfur af við veiðar.

Hreindýr

Hreindýr eru spendýr, og flokkast  sem klaufdýr og jórturdýr. Þau halda sig í hjörðum og oft sjást stórir hópar hreindýra saman.

Hreindýr eru jurtaætur. Snoppa hreindýra er mjög loðin og klaufir þeirra eru stórar, en báðir eiginleikar koma að góðum notum þegar hreindýrin þurfa að krafsa eftir fæðu í snjó.

Hreindýr voru flutt af mönnum inn til Íslands frá Noregi á árunum 1771–1784. Fyrst voru þau flutt til margra landshluta en nú er þau eingöngu að finna á Austurlandi. Helsta fæða þeirra eru fléttur, skófir, grös og starir. Þau eru með mjög þykkan og skjólgóðan feld og sums staðar eru hárin hol að innan sem einangrar vel og gerir dýrin sérstaklega vel aðlöguð að lífi á heimskautasvæðum.

Rostungur

Rostungar eru risavaxin spendýr sem eiga heimkynni á rekísbreiðum við strendur Norður-Íshafsins. Áður fyrr var séríslenskur rostungastofn við Ísland en í dag eru þeir mjög sjaldgæfir hér, þó að stöku flækingar sjáist einstaka sinnum hér og þar við strendur landsins. Rostungar eru ljósbrúnleitir með þykka, hrukkótta húð, stutt gróf hár og gríðarstórar höggtennur sem þeir nota til að marka sér stöðu innan hópsins og sem vopn ef þeir þurfa. Aðalfæða rostunga eru botnhryggleysingjar, eins og skeljar, skrápdýr og krabbadýr.