Vorflugur

Vorflugur

Vorfluga. Mynd: Wim van Egmond

Fullorðinni vorflugu svipar til fiðrildis, en hún þekkist frá þeim á löngum fálmurum og vængjum sem í hvíldarstöðu minna á risþak á húsi. Fullorðnar kvenflugur verpa í straumvatn og lirfurnar byggja sér hús úr því efni sem þær finna á botninum, til dæmis sandkornum og plöntuleifum. Vorflugulirfur yfirgefa helst ekki húsin heldur skríða um með þau. Þær skrapa næringu af botni eða veiða önnur smádýr sér til matar. Lirfur vorflugna eru mikilvæg fæða straumanda og annarra lífvera sem lifa í og við straumvatn.