Vökvi eða fast efni

Vökvi eða fast efni

Markmið og tilgangur

Að skilja að vökvar geta hagað sér mismunandi, jafnvel furðulega, þegar þeir eru beittir afli eða áreiti. Prófum að útbúa vökva sem hagar sér eins og fast efni þegar hann er hristur eða þegar lamið er í hann.

  • Árstíð Allt árið
  • Aldur 4+

Við þurfum  

Markmið og tilgangur


Markmið og tilgangur

Að skilja að vökvar geta hagað sér mismunandi, jafnvel furðulega, þegar þeir eru beittir afli eða áreiti. Prófum að útbúa vökva sem hagar sér eins og fast efni þegar hann er hristur eða þegar lamið er í hann.

  • Árstíð Allt árið
  • Aldur 4+

Við þurfum  

  • Kartöflumjöl – 2 bollar
  • Vatn – 1 bolli
  • Ílát (t.d. samlokubox, skál eða bali fyrir margfalda uppskrift)

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: ílát, kartöflumjöl og vatn

Framkvæmd

  • Blandið innihaldsefnunum saman.
  • Skoðið hvernig vökvinn hagar sér
    1. Prófið að pota hægt í vökvann
    2. Prófið að slá fast á vökvann, t.d. með flötum lófa eða sleif
    3. Leikið ykkur með vökvann eins og ykkur dettur í hug

Hellum vatninu í ílátið

Maismjöli blandað saman við vatnið

Þegar blandan er tilbúin má skoða eiginleika vökvans

Leikið ykkur með blönduna, potið í hana

Hvað gerist?

Vökvar eru alls konar og hafa ólíka eiginleika. Tært vatn er eflaust sá vökvi sem við þekkjum best en það hagar sér á mjög einfaldan hátt. Vatn rennur niður í móti, það er auðvelt að hella því og sprauta og mynda dropa sem falla hratt til jarðar. Með öðrum orðum, vatn er ósköp „venjulegur“ vökvi, og við köllum slíka vökva „Newtonska“ eftir vísindamanninum Isaac Newton. Þessir vökvar hafa stöðuga seigju óháð því hvort verið sé að hella þeim eða ýta við þeim.

En það haga alls ekki allir vökvar sér eins og vatn! Seigja sumra vökva breytist við áreiti. Tómatsósa er eitt dæmi. Hún er þykk og oft er erfitt að ná henni úr flöskunni. Gott ráð við því er að hrista flöskuna eða slá í hana. Við það breytist seigja tómatsósunnar og hún rennur betur niður úr flöskunni. Það sama á við ýmsa aðra vökva eins og sjampó. Blanda kartöflumjöls og vatns verður hins vegar miklu þykkara við áreiti og hagar sér nánast eins og fast efni þegar lamið er á hana.

Klípið í blönduna, hún verður þéttari

Hægt er að lita blönduna með matarlit og fylgjast með litnum blandast við vökvann

Orðalisti:

  • Seigja – Í daglegu tali, svo sem við bakstur, er talað um þykkt vökva eða deigs (t.d. pönnukökudeigs). Þykktin á vökvanum er það sem við köllum seigju, hún lýsir því hversu auðveldlega vökvinn flæðir. Vökvar með háa seigju eru þykkir og eiga erfiðara með að flæða heldur en vökvar sem eru með lága seigju (þunnir).
  • Newtonskur vökvi – Vökvi sem haga sér fyrirsjáanlega, t.d. vatn sem rennur alltaf eins óháð því hvort það sé hrist eða beitt afli.
  • Ó-Newtonskur vökvi – Vökvi sem breytir seigju sinni við áreiti. Dæmi um slíkan vökva er tómatsósa sem rennur betur úr flösku í augnablik eftir að lamið er á flöskuna. Annað dæmi er blanda kartöflumjöls eða maíssterkju og vatns, sem þykknar og verður eins og fast efni þegar lamið er á hana.
  • Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn á öllum skólastigum og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði.
  • Lesa má meira um efni tilraunarinnar til dæmis á Vísindavefnum https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58493
  • Efnisorð: Náttúrugreinar, efnafræði, seigja, Newtonskur vökvi, ó-Newtonskur vökvi.

Tilbúin tilraun þar sem hægt er að sjá eiginleika „ó-Newtonskra“ vökva

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: ílát, kartöflumjöl og vatn

Hellum vatninu í ílátið

Þegar blandan er tilbúin má skoða eiginleika vökvans

Leikið ykkur með blönduna, potið í hana

Klípið í blönduna, hún verður þéttari

Hægt er að lita blönduna með matarlit og fylgjast með litnum blandast við vökvann