Hraun

Hraun

Eldhraun og hraungambri. Mynd: Helgi Guðmundsson

Ísland er eldfjallaeyja, ein af þeim stærstu á Jörðinni. Það þýðir að mest allt berg og steinar sem við finnum hér á landi hefur á einhvern hátt orðið til í eldgosum, einhverjum stórbrotnustu náttúrufyrirbrigðum sem verða á jörðinni. Sum eldgosin urðu fyrir óralöngu, mörgum milljónum ára jafnvel, og oft hefur gosið undir þykkum jöklum þegar ísaldirÍsöld er tímabil þegar jöklar hylja stóran hluta Jarðar. hafa staðið yfir og jöklar þakið allt landið.

Fjölmörg hraun eru hins vegar nánast glæný. Hraunin koma upp í eldgígum þar sem kvikaKvika er glóandi heitt bráðið berg sem verður til djúpt niðri í jörðinni og getur komið upp í eldgosum og myndað hraun. spýtist hátt upp í loft og rennur svo í rauðglóandi straumum frá gígunum. Hraunstraumarnir renna ýmist stutt eða langt og geta verið þunnfljótandi eða þykkir. Þegar hraunið storknar og harðnar verða ýmist til grófgerð og úfin hraun, eða rennislétt hraun sem er jafnvel hægt að labba auðveldlega yfir þegar þau hafa storknað og kólnað.

Sum eldgos eru risastór og frá þeim renna víðáttumikil hraun, en önnur gos standa stutt yfir og frá þeim renna umfangslítil hraun. Flest eldgosin verða í miðju Íslands á svæðum sem við köllum gosbeltiGosbelti eru stór landsvæði þar sem eldgos hafa orðið nýlega og eru oft þakin fallegum hraunum., allt frá Reykjanesi, austur yfir Vatnajökul og þaðan í norður um Mývatnssvæðið að norðurströnd Íslands. Sums staðar hefur gosið svo oft að hraunin frá eldgosunum mynda stórar samfelldar hraunbreiður þar sem hraunin hafa runnið hvert yfir annað.

Í Vatnajökulsþjóðgarði eru margar af stærstu hraunbreiðum Íslands. Vestan við Vatnajökul eru stórar og gríðarlangar gossprungur, og má þar nefna Lakagíga en úr þeim kom Skaftáreldahraun fyrir um 240 árum, mesta hraungos síðustu þúsund ár á Jörðinni. Fyrir norðan Vatnajökul er svo mesta hraunbreiða Íslands, Ódáðahraun, sem orðið hefur til í fjölmörgum eldgosum á mörg þúsund árum. Þar finnum við stórar eldstöðvarEldstöðvar eru heiti yfir staði þar sem eldgos verða, og geta verið alls konar, bæði litlir stakir eldgígar eða risastór og öflug eldfjöll., eins og Öskju í Dyngjufjöllum og eitt yngsta hraun landsins, Holuhraun, sem varð til í miklu eldgosi árin 2014–2015.

Hraun eru mjög fjölbreytt, ekki bara í útliti, heldur er gróður á þeim og umhverfis þau margs konar. Sum hraun eru þakin þykkum mosa en önnur eru sendin og hrjóstrug svo varla sést þar stingandi strá. Ef vel er að gáð sjást þó yfirleitt alltaf einhver merki um líf, lítil harðger blóm og smádýr eins og köngulær og flugur. Gróðurinn og lífríkið er mismunandi því það rignir mismikið á hverju svæði. Þar sem rignir mikið er þykkur mosi en á þurrum svæðum sést lítill gróður. Í jöðrum stórra hraunbreiða birtast víða lindirLindir eru svæði, oftast fallega gróin, þar sem hreint og tært grunnvatn kemur upp úr jörðinni, stundum í einni stakri uppsprettu en oft á mörgum stöðum sem mynda saman eitt lindasvæði. með fallegum gróðri og tæru lindarvatni þar sem smádýr, fiskur og fugl hafast við.

Eldhraun og hraungambri. Mynd: Nína Aradóttir

Á Tungnáröræfum. Mynd: Stefanía Ragnarsdóttir 

Tungnáröræfi. Mynd: Nína Aradóttir

Fæðuvefur í stöðuvatni