Fjöll

Fjöll

Herðubreið. Mynd: Wikimedia Warmalklein

Ísland er fjallaland, öfugt við sum önnur lönd sem hafa kannski fá og lág, eða jafnvel engin fjöll. Íslensk fjöll eru alls konar, bæði há og lág, skörp og klettótt, ávöl og brött. Þau eru fjölbreytt en segja má að lögun þeirra og útlit megi útskýra með þeirri staðreynd að Ísland er bæði eldfjallaeyja og jöklaeyja.

Hvert sem litið er á Íslandi sjást merki um eldsumbrotEldsumbrot er annað orð yfir eldgos.. Síðustu milljónir ára hafa hraun komið upp í eldgosum, runnið hvert yfir annað, og hlaðist með tímanum upp í þykka jarðlagabunka sem við köllum hraunlagastafla, svona svipað og staflar af pönnukökum. Hraunlagastafla frá eldgosum má víða sjá, sérstaklega í elstu hlutum Íslands eins og á Vestfjörðum og Austfjörðum, en líka í fjöllum eins og Akrafjalli og Esjunni.

Víða á Íslandi hafa fjöll myndast vegna þess að jöklar á ísöldÍsöld er tímabil þegar jöklar hylja stóran hluta Jarðar. hafa grafið sig niður í hraunlagastaflann og skilið eftir bæði djúpa dali og firði, en líka hvassar fjallseggjar Fjallsegg er skörp fjallsbrún sem gnæfir yfir djúpa dalir til beggja átta, líkt og hnífsegg. og háa tinda. Oft er slíkt landslag kallað Alpalandslag, því það minnir á fjöll í Ölpunum í Evrópu. Innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs sjást þannig fjöll helst við suðausturrönd Vatnajökuls þar sem jöklar hafa grafið fjöll út úr þykkum hraunlagastöflum, eins og t.d.

Uppi á hálendinu vestan og norðan Vatnajökuls eru hins vegar öðruvísi fjöll áberandi. Það eru eldfjöll, sem myndast hafa í miklu yngri eldgosum. Stærstu fjöllin köllum við megineldstöðvar„Megin-“ er annað orð yfir „aðal-“, svo megineldstöðvar eru einfaldlega aðaleldfjöllin okkar., sem eru gríðarstór og virk eldfjöll, mynduð í ótalmörgum gosum yfir löng tímabil. Meðal þeirra má nefna Öskju í Dyngjufjöllum, en líka Bárðarbungu og Grímsvötn sem eru falin undir jökulhettu Vatnajökuls. Út frá þessum risastóru eldfjöllum teygja sig önnur minni eldfjöll af mörgum gerðum sem hafa orðið til í margs konar eldgosum. Við köllum svoleiðis eldfjöll til dæmis gígaraðir, stapa og dyngjur,  allt eftir útliti og stærð.

Í vesturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs finnast margar langar og miklar gígaraðirGígaröð er löng röð af mörgum eldgígum. sem orðið hafa til í stórum sprungugosumSprungugos verða þegar gýs eftir langri beinni sprungu. og eru Lakagígar þekktasta gígaröðin en þeir gusu fyrir 240 árum. Frá Lakagígum rann gríðarmikið hraun, sem kallast Eldhraun, niður í sveitir og olli eldgosið miklum hörmungum fyrir Íslendinga. Löngu fyrir það, þegar jöklar lágu yfir öllu landinu á ísöldÍsöld er tímabil þegar jöklar hylja stóran hluta Jarðar., urðu einnig stór og mikil sprungugos en engin hraun runnu hins vegar frá þeim út af ísaldarjöklinum. Í stað þess urðu til langir og mjóir fjallgarðar sem við köllum móbergshryggi. Þannig skiptir máli hvort eldgos verði undir jökli eða á jökullausu landi, því eldfjöllin sem myndast eru mismunandi.

Stundum verða stór og langlíf en mjög róleg og kraftlítil eldgos. Svoleiðis eldgos mynda enn eina fjallstegundina, sem við köllum dyngjur, og eldgosin sem mynda þær köllum við dyngjugos. Dyngjur eru aflíðandi og flöt, en oft risastór fjöll, og þær líta svolítið út eins og risastórir matardiskar á hvolfi. Þekktasta dyngja Íslands er Skjaldbreiður við Þingvelli. Af öðrum dyngjum landsins er ein sú allrastærsta í Vatnajökulsþjóðgarði, norðan Vatnajökuls. Hún heitir Trölladyngja og sést mjög víða að á hálendinu. Ef róleg og langlíf dyngjugos verða á ísöld, þegar jökull hylur allt landið, myndast svo enn ein tegundin af fjöllum. Þau köllum við stapa. Þeir eru stór, há og mjög brött fjöll, yfirleitt með miklum klettabeltum allan hringinn og því er oft erfitt að ganga upp á þá. Einn þekktasti stapi landsins er Herðubreið en hún þykir ákaflega falleg og er því oft kölluð „Drottning íslenskra fjalla“. Ef gengið er upp á dyngjur eða stapa má í miðjum toppum þeirra finna fallega og stóra eldgíga.

Snæfell. Mynd: Stefanía Ragnarsdóttir

Kristínartindar í Skaftafelli. Morsárjökull og Skaftafellsjökull bakvið. Mynd: Nína Aradóttir

Skrauti. Mynd: Kristján Jónasson

Syðri Háganga og Eyrarrós. Mynd: Benedikt Traustason

Fæðuvefur í stöðuvatni