Dýrin í þjóðgarðinum
Dýrin í þjóðgarðinum


Borið saman við mörg önnur lönd Jarðar búa fáar villtar spendýrategundir á Íslandi. Það er skiljanlegt því landið er eyja úti í miðju Atlantshafi og það er nánast ómögulegt fyrir landdýr að komast hingað yfir hafið af sjálfsdáðum. Eina villta spendýrið sem lifði á Íslandi áður en fyrstu landnámsmennirnir sigldu yfir hafið var refurinn, sem komst til Íslands yfir hafís í lok síðustu ísaldarÍsöld er tímabil þegar jöklar hylja stóran hluta Jarðar.. Önnur villt spendýr sem hér lifa eru hreindýr, minkur og smádýr eins og mýs og rottur, en allar þessar dýrategundir hafa borist með eða verið flutt hingað af manninum. Ólíkt löndum á meginlandiMeginland er stórt samfellt landsvæði, eins og Evrópa, Asía, Afríka og N- og S-Ameríka. Evrópu lifa til dæmis engir birnir, úlfar, íkornar eða moldvörpur á Íslandi, svo nokkrar algengar dýrategundir séu nefndar.
En þótt landspendýr séu fá lifa margar sjávarspendýrategundir við Ísland, bæði selir og hvalategundir, og stundum koma ísbirnir hingað með hafís frá Grænlandi. Hér verpir fjöldi fuglategunda, bæði farfugla sem koma hingað á vorin og fljúga til heitari landa á haustin, en einnig staðfugla sem dvelja á Íslandi allt árið. Í sjónum úti fyrir ströndinni lifir fjöldi fiskitegunda og í vötnum og ám Íslands lifa nokkrar tegundir ferskvatnsfiskaFerskvatnsfiskar lifa í fersku ósöltu vatni, en sumir ferskvatnsfiskar geta líka ferðast niður ár út í sjó og lifað þar., og fjöldi smádýra eins og skordýr og köngulær þrífast vel alls staðar á landinu. Saman mynda öll þessi mismunandi dýr dýrafánuOrðið „fána“ er notað yfir allar dýrategundir sem lifa á einhverju tilteknu svæði. Íslands.
Í Vatnajökulsþjóðgarði finnum við nánast allar þessar tegundir en sumar eru algengari en aðrar. Refurinn lifir nánast alls staðar í þjóðgarðinum. Hreindýr lifa hins vegar einungis á austurhluta Íslands, bæði í fjöllum og uppi á heiðum Austfjarða og sums staðar nær láglendinu. Í Vatnajökulsþjóðgarði lifir fjöldi hreindýra bæði við suðausturjaðar Vatnajökuls sem og uppi á hálendinu norðaustan jökulsins, svo sem í kringum Snæfell, þar sem þau lifa allt árið og nærast á ríkulegum heiðagróðri. Á sama hálendissvæði eru mikilvægar varpstöðvarVarpstöðvar eru stór svæði þar sem fuglategundir koma til að verpa. heiðagæsar, bæði við Snæfell og á Eyjabökkum sem er stórt og fallegt votlendissvæðiVotlendi er svæði þar sem er mikið um vatn og lindir. Víðar í þjóðgarðinum lifa aðrar tegundir fugla, sem hver velur sér sitt umhverfi sem hentar viðkomandi tegund best. Sjófuglar lifa nálægt sjónum sunnan Vatnajökuls, til dæmis bjargfuglar í klettum eða á söndum eins og Breiðamerkursandi, þar sem skúmum líður vel. Aðrar fuglategundir velja sér heimili í skóglendiSkóglendi er þar sem skógar eða kjarr finnst., móum eða uppi á fjöllum og heiðum. Á bökkum Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi liggja oft selir í mestu makindum en þeir veiða fisk, eins og til dæmis loðnu og síld, sem syndir í miklu magni úr sjónum inn í lónið. Litlir hvalir sem heita hnísur hafa líka synt inn í Jökulsárlón í fæðuleit.
Af þessu má sjá að alls staðar í Vatnajökulsþjóðgarði blómstrar dýralíf, smátt og stórt, fljúgandi, syndandi og skríðandi um móa, mela og heiðar þjóðgarðsins.



