Vatnabjöllur
Vatnabjöllur


Vatnabjöllur eru skordýr sem lifa alla ævi í vatni. Þótt þær búi í vatni eru þær fleygar og fljúga stundum á milli tjarna, einkum á haustin þegar þær leita sér að nýjum dvalarstað.
Vatnabjöllur geyma súrefni í loftbólu undir svokölluðum skjaldvængjum, en það er par af hörðum skeljum sem hylja flugvængi bjöllunnar þegar hún er ekki á flugi. Vatnabjöllur stinga afturendanum upp í vatnsyfirborðið til að ná sér í súrefni áður en þær kafa aftur ofan í vatnið.
Vatnabjöllur fara í gegnum fullkomna myndbreytingu frá lirfustigi yfir á fullorðinsstig sem þýðir í raun að lirfa bjöllunnar og fullorðna dýrið eru gjörólík. Fullorðnar bjöllur verpa eggjum í vatni og úr þeim skríða vatnskettir, sem eru lirfustig bjöllunnar. Vatnskettirnir fara í gegnum þrjú vaxtarstig áður en þeir púpaÞegar lirfa púpar sig myndar hún hjúp utan um sig, hættir að éta, og breytir útliti sínu inni í hjúpnum áður en hún skríður úr púpunni. sig. Að lokum skríður svo fullvaxin vatnabjalla úr púpunni.
Vatnabjöllur eru rándýr sem þýðir að þær lifa á öðrum dýrum sem þær veiða sér til matar. Dæmi um vatnabjöllur sem lifa hér á landi eru fjallaklukkur og brunnklukkur en alls eru sex tegundir vatnabjalla þekktar á Íslandi.




Fæðuvefur í stöðuvatni