Tjarnatíta

Tjarnatíta

Tjarnatíta. Mynd: Wim van Egmond

Tjarnatíta er lítið vatnaskordýr sem lifir á vatnagróðri og þörungum í gróðurríkum tjörnum á láglendi. Hún þarf að fara að yfirborði vatnsins til að anda, en þegar hún kafar geymir hún loftið  undir vængjunum, endurnýjar súrefnisbirgðirnar reglulega. Hún þekkist vel á áberandi augunum og stórum sundfótum sem standa til hliðar og aftur úr búknum. Tjarnatítan getur flogið þó hún geri það sjaldan. Stundum eru hún kölluð ræðari vegna þessa að hún notar öftustu fæturna eins og árar.

Tjarnatíta. Mynd: Wim van Egmond

Tjarnatíta. Mynd: Wim van Egmond

Fæðuvefur í stöðuvatni