Sumar – upplifun
Sumar – upplifun


Ó, blessuð vertu sumarsól
Sumarið er tími hlýju og vaxtar. Íslensk sumur eru oftast mild og ljúf, en stutt og sjaldnast verður hér mjög heitt miðað við nágrannalöndin. Lífverur nýta dýrmætan sumartímann því vel. Fuglar verpa og koma ungum á legg, smádýr flögra um og brölta í gróðrinum, jurtir blómgast og dreifa fræjum sínum. Öll tilveran snýst um að afla sér orku og byggja upp forða fyrir komandi vetur. Í kringum sumarsólstöður eru dagarnir langir og sólin varla nema rétt hverfur undir sjóndeildarhringinn yfir bjarta sumarnóttina. Þá er oft gaman að vera til.
Taktu eftir hljóðum sumarsins, suði smádýra og kvaki fuglanna sem þenja sig allan sólarhringinn.
Merktu X við það sem þú sérð, heyrir og finnur á sumrin!

Árstíð: Sumar Aldur: 6+ ára
Markmið: Að fylgjast með sumrinu og hvað einkennir það, hvernig lífríkið dafnar og nýtur sumarsins. Að beina athyglinni að náttúrunni, njóta útivistar og efla núvitund og náttúrulæsi.


- Padda

- Suð í býflugum

- Túnfífill

- Sól

- Ánamaðkur

- Könguló

- Vaða í tjörn eða læk

- Lauftré

- Blóm

- Mold

- Vindur

- Rigning

- Biðukolla

- Gras

- Ungar

- Fiðrildi