Stór sjávarspendýr

Stór sjávarspendýr

Hafið er ekki aðeins heimkynni smávaxinna þörunga og fiskitorfa. Í sjónum lifa einnig stærri dýr og sum þeirra eru stærstu dýr sem lifað hafa á Jörðinni. Stóru dýrin í sjónum eru til dæmis hvalir, selir, stórir fiskar á borð við hákarla, skötur og túnfiska, sem og stórir fuglar eins og mörgæsir. Þessi dýr gegna mikilvægu hlutverki við að flytja næringarefni á milli svæða í sjónum. Þetta ferli er stundum nefnt „hvalapumpan“ þegar hvalir eiga í hlut. Hvalakúkur virkar þá sem áburður fyrir þörungavöxt í efri lögum sjávar og vegna stærðar hvalanna þá getur þetta ferli haft talsvert að segja.