Stapaskóli
Stapaskóli
Geldingadalir
Stapaskóli, 6. bekkur
Líkan og lífverur (pappi, leir, þrívíddarprentun, textíll og sögur)
Nemendur í 6. bekk Stapaskóla unnu líkan af Geldingadölum og nýju eldstöðvunum þar sem landnám lífs var skoðað út frá vistkerfi nýja hraunsins. Nemendur skrifuðu rúmlega 20 sögur um svæðið og útbjuggu sögusvið þeirra úr pappa með hæðarlínum þar sem eldstöðvarnar birtust ljóslifandi með lífverum sagnanna, formuðum með fjölbreyttum aðferðum svo sem textíl, þrívíddarprenti, krosssaumi og leir.
Kennarar: Brynja Stefánsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Kormákur Andri Þórsson og Þórhildur Ólafsdóttir
Smiðja: Skapandi skrif og sögugerð með dýr í aðalhlutverki með Sverri Norland, rithöfundi.
Stapinn
Stapaskóli, 5. bekkur
Líkan og lífverur (viðarplata, leir, litir, sögur og myndskreytingar)
Nemendur í 5. bekk Stapaskóla unnu með lífbreytileika út frá Stapanum í Reykjanesbæ. Þau skoðuðu hvernig líf í náttúrunni fléttast saman og hvernig hægt er að miðla því með margs konar frásögnum, bæði skáldsögum sem og fræðisögum. Sögurnar tengdust Stapanum og voru unnar í litlum hópum, en þær voru svo teknar upp svo gestir og gangandi geti notið þeirra. Í líkaninu af Stapanum birtast okkur lífverur sagnanna og hægt er að hlusta á upptöku af sögunum með því ýta á græna takkann fyrir neðan.
Kennarar: Brynja Stefánsdóttir, Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir og Steinunn Ágústa
Steinarsdóttir
Smiðja: Skapandi skrif og sögugerð með dýr í aðalhlutverki með Sverri Norland,
rithöfundi.








































