Reykjahlíðarskóli

Reykjahlíðarskóli

Geimgöngur og þjóðsögur

Reykjahlíðarskóli; Brynhildur Kristinsdóttir

Akrílverk; skúlptúrar (viður, álpappír, pappamassi, akríllitir og málingapennar); hreyfimyndir (stop-motion)

Nærsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs kemur skýrt fram í meginþemum verkanna; eyðimörk og vatn, eldgos og eldfjöll, vísindi og geimfarar. Hið undirliggjandi þema í listsköpuninni er umhverfis- og náttúruvernd sem felst í friðlýsingu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Geimfarar og Marsjeppar birtast sem skúlptúrar, innblásnir af vísindatilraunum og undirbúningi bandarískra geimfara í Dyngjufjöllum og Öskju á síðustu öld. Í stóru akrílverki af Öskju lítum við vettvang þessara rannsókna og tilrauna.

En þjóðgarðurinn geymir ekki einungis sagnir nútímans heldur einnig fyrri tíma. Ódáðahraun geymir dularfullar sögur af útilegumönnum og nemendur könnuðu sögusvið þeirra, meðal annars af Fjalla-Eyvindi og Höllu, sem birtist ljóslifandi í akrílverki frá Herðubreið og Herðubreiðarlindum.

Fæðuvefur í stöðuvatni