Ljósmyndir úr náttúrunni (lífverur, makróljósmyndir)
Nemendur við Reykjahlíðaskóla sækja efnivið sinn í náttúruna í kringum sig, einkum í dýraríkið þar sem feldir, hár og smádýr birtast í öllu sínu veldi. Farið var út að vetri til og efni til verkefnisins sótt sem síðan var greint í smásjám og ljósmyndað með makrólinsum. Í smásjánum er undraheimur lífsins afhjúpaður á furðulegan hátt, form, línur og mynstur birtast sem mannshugurinn hefur enga möguleika á að taka eftir í daglegu lífi. Hver nemandi fékk í ferlinu að velja sitt viðfangsefni við ljósmyndunina og útfæra á sjálfstæðan hátt.
Kennari: Karen Ósk Kristjánsdóttir
Smiðja: Macroljósmyndasmiðjan Fegurðin í því smáa með videolistamanninum Heimi Frey Hlöðverssyni.