Regnbogi í krukku
Regnbogi í krukku
Markmið og tilgangur
Að búa til regnboga úr mismunandi lituðum vökvum og skoða hvernig þeir lagskiptast eftir eðlismassa. Skoða til dæmis af hverju olía flýtur á vatni. Auka skilning á eðlismassa og gerð vökva.
- Árstíð: Allt árið
- Aldur 6+

Markmið og tilgangur

Markmið og tilgangur
Að búa til regnboga úr mismunandi lituðum vökvum og skoða hvernig þeir lagskiptast eftir eðlismassa. Skoða til dæmis af hverju olía flýtur á vatni. Auka skilning á eðlismassa og gerð vökva.
- Árstíð: Allt árið
- Aldur 6+
Við þurfum
- Háa glæra krukku
- Hunang
- Síróp (kornsíróp eða hlynsíróp virka vel)
- Uppþvottalög
- Matarolíu
- Handspritt (ekki gel)
- Vatn
- Matarliti (fjóra liti að eigin vali)
- Dropateljara
- Sex skálar

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Sýróp, olía, hunang, uppþvottalögur, vatn, handspritt, matarlitir, dropateljari og há krukka
Framkvæmd
- Setjið hunang, síróp, uppþvottalög, matarolíu, handspritt og vatn í skálar.
- Setjið örlítið af mismunandi matarlit út í vatnið, handsprittið, sírópið og matarolíuna, þannig að hver vökvi fái sinn sérstaka lit.
- Hellið vökvunum ofan í krukkuna í eftirfarandi röð. Passið að hella hverjum vökva ofurvarlega ofan í miðja krukkuna svo hliðar hennar kámist ekki eða vökvarnir blandist saman. Þið ráðið hversu þykkt lag er úr hverjum vökva en mikilvægt er að halda röðinni réttri:
- Byrjið á því að hella hunanginu í botninn.
- Hellið næst litaðu sírópinu ofan á hunangið.
- Bætið næst lituðum uppþvottalegi ofan á.
- Hellið litaða vatninu næst.
- Ofan á vatnið kemur litaða matarolían, það er gott að hafa það lag frekar þykkt.
- Efst kemur handsprittið
- Efst kemur handsprittið en því er ekki hellt beint ofan í krukkuna því þá getur það sokkið í gegnum ólífuolíuna og blandast saman við vatnið. Því er best að setja litaða handsprittið ofan í krukkuna með dropateljaranum og þá má leggja það varlega meðfram hliðum krukkunnar.
- Nú er regnbogakrukkan tilbúin! Passið að hrista hana ekki, því þá blandast vökvarnir saman. Það er gaman að setja krukkuna varlega út í glugga til að sjá litamuninn betur.

Setjið efnin sem nota á í glös og litið með matarlitunum (óráðlegt að lita olíuna)

Setjið hunangið í botn krukkunnar

Næst er sýrópið sett varlega ofan á hunangið

Gott er að nota dropateljara því það er mikilvægt að hvert lag sitji ofan á því sem er undir og því þarf að láta vökvana renna rólega

Einnig er hægt að nota sprautur til að stjórna flæðinu

Efst er handsprittið og það þarf að fara mjög varlega ofan í krukkuna og gott að láta það renna ofan á matarolíuna meðfram köntum krukkunnar
Hvað gerist?
Þessi tilraun virkar vegna þess að vökvarnir eru allir misþungir í sér, og fljóta því hver ofan á öðrum. Þungi þeirra er kallaður eðlismassi, og hann er mismunandi á milli ólíkra vökva.
Við byrjum því að setja vökvann sem er með þyngsta eðlismassann ofan í krukkuna og næst kemur sá vökvi sem er með þann næst þyngsta. Hunangið sem fer í botninn er með hæsta eðlismassann og því blandast kornsírópið ekki við það, því sírópið er léttara í sér, með lægri eðlismassa. Vökvinn sem fer á toppinn, handsprittið, er með lægsta eðlismassann og því sekkur það ekki ofan í matarolíuna sem er undir.

Tilbúin regnbogakrukka
Vissir þú?
Að olía er með minni eðlismassa en vatn og flýtur þess vegna á vatni?
Orðalisti:
- Eðlismassi – Segir okkur hversu þungt efni er í sér. Ef við mælum jafnmikið magn af mismunandi vökvum eru þeir ekki allir jafnþungir því þeir hafa mismunandi eðlismassa. Eðlismassinn er reiknaður með því að finna hlutfallið á milli þyngdar efnisins á móti rúmmáli þess.
- Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði.
- Þessi tilraun styður enn fremur við hæfniviðmið um verklag, nánar tiltekið vinnubrögð og færni í náttúrugreinum við lok 4., 7. og 10. bekkjar.
- Hægt er að nota tilraunina fyrir nemendur á unglingastigi grunnskóla en fjallað erum efni hennar í kennslubókinni Eðlisfræði 1 eftir Lennart Undvall og Anders Karlsson.
- Efnisorð: Náttúrugreinar, eðlisfræði, eðlismassi

Tilbúin regnbogakrukka

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Sýróp, olía, hunang, uppþvottalögur, vatn, handspritt, matarlitir, dropateljari og há krukka

Setjið efnin sem nota á í glös og litið með matarlitunum (óráðlegt að lita olíuna)

Setjið hunangið í botn krukkunnar

Gott er að nota dropateljara því það er mikilvægt að hvert lag sitji ofan á því sem er undir og því þarf að láta vökvana renna rólega

Efst er handsprittið og það þarf að fara mjög varlega ofan í krukkuna og gott að láta það renna ofan á matarolíuna meðfram köntum krukkunnar