Öxarfjarðarskóli
Öxarfjarðarskóli


Eldur, ís og mjúkur mosi
Öxarfjarðarskóli, 1.-4. bekkur; Jennifer Patricia Please
Textílverk (ull, svampur og pípuhreinsarar); þrjú hraunverk (ull, leir, pappír, máling og strigi)
Við lærðum um Vatnajökulsþjóðgarð og hvernig hann tengist eldi, ís og mosa. Við skoðuðum hrauntegundir og gerðum listaverk. Helluhraun úr ull, stuðlaberg úr leir og rauða og svarta hraun steina úr pappír. Við gerðum stóra þæfingamynd af Ásbyrgi og Jökulsá.
Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt verkefni. Okkar finnst þjóðgarðurinn mjög fallegur og róandi staður.
Öxarfjarðarskóli, 5.-10. bekkur; Jennifer Patricia Please
Textílverk (fjölbreytt garn og strigi)
Verkefnið okkar “Eldur, ís og mjúkur mosi” er hluti af sameiginlegu verkefni á vegum Náttúruminjasafns Íslands og Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið okkar var að tengja verkefnið við nærsamfélagið og kom Jökulsá á Fjöllum með alla sína fegurð fyrst upp í hugann. Verkið sýnir hluta Jökulsárgljúfra. Má þar sjá Rauðhóla, Selfoss, Karl og Kerlingu svo fátt eitt sé nefnt. Verkefnið er unnið sem “smyrna-verkefni” og hafa nemendur 5.–10. bekkjar við Öxarfjarðarskóla unnið saman að því að móta landslagið við gljúfrin.
Verkefnið tók okkur um það bil 10 klst.





