Mengun
Mengun


Mengun ógnar líffræðilegum fjölbreytileika. Hún er margvísleg, svo sem loftmengun, plastmengun, ljósmengun, hljóðmengun og efnamengun svo eitthvað sé nefnt. Mengun af öllum toga getur haft áhrif á lífverur og stundum er ekki hægt að sjá eyðileggjandi áhrif mengunar á lífríki fyrr en það er orðið of seint að bregðast við. Dæmi um mjög alvarleg mengunarslys eru olíuleki, þegar olía lekur út í lífríkið og gerir svæði óbyggileg fyrir fugla, plöntur og smádýr. Mengun getur einnig minnkað fæðuframboð lífvera sem eiga þá erfiðara með að lifa á svæðinu.





Fæðuvefur í stöðuvatni