Litaðir sellerístönglar

Litaðir sellerístönglar

Markmið og tilgangur

Að sýna fram á það að vatn flyst upp eftir plöntum.

  • Árstíð: Allt árið
  • Aldur 6+

Markmið og tilgangur


Markmið og tilgangur

Að skoða birkifræ og læra að þekkja fræreklana þar sem fræin eru geymd.

  • Árstíð Haust
  • Aldur 6+

Við þurfum  

  • 3-4 krukkur eða litla vasa
  • 3-4 sellerístilka með laufblöðum
  • Matarlit: Gulan, rauðan og bláan
  • Dropateljara
  • Vatn
  • Hníf

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Sellerístönglar með blöðum, há glös, matarlitir, vatn og hnífur

Framkvæmd

  • Hálffyllið krukkurnar af vatni.
  • Litið vatnið gult með því að setja 10-30 dropa af gulum matarlit í eina krukku. Búið til rautt og blátt vatn á sama hátt. Skolið dropateljara vel með vatni á milli lita.
  • Grænn litur er búinn til með því að setja 10 dropa af gulum matarlit ásamt 20 dropum af bláum lit.
  • Skoðið selleríið eftir 3-5 daga.
  • Þegar tilrauninni er lokið er tilvalið að fá sér mislitt ferskt sellerí ofan á brauðið eða í salatið.

Sellerístönglarnir eru settir í glös með lituðu vatni

Tilbúnir litaðir sellerístönglar

Hvað gerist?

Stilkarnir drekka í sig litaða vatnið. Æðarnar í stilkunum flytja vatnið upp eftir plöntunni en þær eru afar smáar og ekki sýnilegar berum augum. Tilvist æðanna og virkni þeirra kemur hins vegar í ljós vegna þess að blöð sellerísins litast af sama lit og vatnið sem stilkarnir standa í.

Vissir þú?
  • Sellerí er af sveipjurtaætt eins og gulrætur.
  • Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði ásamt því að kynna fyrir nemendum ferla og hringrásir í náttúrunni.
  • Þessi tilraun styður enn fremur við hæfniviðmið um verklag, nánar tiltekið vinnubrögð og færni í náttúrufræði við lok 4. bekkjar.
  • Hægt er að nota tilraunina fyrir nemendur á unglingastigi grunnskóla en fjallað erum efni hennar í kennslubókinni Lífheimurinn, litróf náttúrunnar eftir Susanne Fabricius o.fl.
  • Efnisorð: Náttúrufræði, líffræði, plöntur, æðplöntur, æðakerfi í plöntum.

Tilbúnir litaðir sellerístönglar

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Sellerístönglar með blöðum, há glös, matarlitir, vatn og hnífur

Sellerístönglarnir eru settir í glös með lituðu vatni