List og lífbreytileiki

18. apríl – 7. maí 2023 í Dropanum, sérsýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð Perlunnar

Líffræðileg fjölbreytni er grundvöllur lífs á jörðinni, ein af frumforsendum tilveru okkar. Verndun hennar og varðveisla er eitt af stærstu forgangsmálum okkar tíma.

Með verkefninu List og lífbreytileiki tvinnum við saman náttúrufræði og listir með grunnskólanemendum með það markmið að auka fræðslu um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni og virkja börn til umhugsunar og aðgerða í náttúruvernd.

Þátttakendur í verkefninu voru nemendur í grunnskólum víðsvegar um landið sem hafa í vetur unnið með líffræðilega fjölbreytni á fjölbreyttan hátt og koma verk þeirra saman á samsýningu í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík en verkefnið var styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands. Sýningin er einnig hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni.

Hér getur þú skoðað verk skólanna

Hér getur þú skoðað verk skólanna