Lífverur í birkikjarri

Lífverur í birkikjarri

Þar sem birkið og fjalldrapinn grær

Kjarr er ósamfellt gróðurlendi með mismunandi stórum rjóðrum, lyngi og grösum. Birkiplöntur í kjarri hafa iðulega kræklóttan vöxt og þær eru lágvaxnar eða jafnvel jarðlægar. Í birkikjarri eiga alls konar lífverur heimili, blóm, grös, hvers konar lyng og aðrir runnar eins og víðir og fjalldrapi. Það getur verið gaman að setjast niður í miðju kjarri og hlusta á fuglakvak, suðandi flugur og finna angan af ilmandi blómum. 

Merktu X við lífverurnar sem þú finnur í birkikjarri!

Árstíð: allt árið Aldur: 6+ ára

Markmið: Að njóta útivistar í kjarrlendi, þjálfa þolinmæði við að skoða og greina plöntur og hlusta á mismundandi fuglategundir. Efla náttúrulæsi og orðaforða.