Lax

Lax

Lax. Mynd: Cecile  Chauvat

Lax er algengur í dragám en þrífst í öllum straumvötnum á Íslandi, jafnvel í jökulám. Hann ver meirihluta ævinnar í ám en tekur út mestan hluta vaxtar í sjó. Laxinn getur orðið 10–12 ára gamall. Laxinn hrygnir á haustin og seiðin klekjast út vorið eftir. Eftir 2–5 ár í ánni ganga laxaseiðin til sjávar og eru þar í 1–3 ár þar til kynþroska er náð. Þá hafa þau margfaldað stærð sína og þyngd. Laxaseiði éta aðallega bitmýslirfur og vorflugulirfur á meðan þau dvelja í ánni.

Laxinn er einstaklega ratvís og sækir aftur heim í ána sem hann klaktist í til að hrygna. Hver á hefur sinn sérstaka laxastofn sem hefur aðlagast að umhverfi hennar.

Lífsferill laxins

Hér má sjá lífsferil laxins. Fullorðinn lax gengur í heimaána sína um sumar og hrygnir að hausti. Úr hrognunm klekjast lítil seiði sem dvelja 2-5 ár í heimaánni sinni. Á þessum tíma breytast þau mikið áður en þau ganga til sjávar. Laxinn dvelur í 1-3 ár í sjó þar sem hann vex og margfaldast að þyngd og stærð.

Fæðuvefur í stöðuvatni