Landslag við ströndina
Landslag við ströndina


Hvernig mótast ströndin?
Umhverfi okkar er fjölbreytilegt og oft er talað um mismunandi landslagsþætti innan landslagsheilda eins og strandar eða hálendis. Landslagið hefur bæði stór og smá einkenni sem myndast á margvíslegan hátt. Hvaða einkenni sjást við ströndina, hvernig hefur hún mótast í gegnum jarðsöguna? Er ströndin skorin af fjörðum og víkum, eða er hún ávöl og slétt? Finnast klettar eða drangar, eða eru landslagsþættirnir mýkri og sléttari, með löngum fjörum og sjávarlónum? Sjást eyjar og sker frá ströndinni? Hvernig lítur fjaran út?
Merktu X við landslagið sem þú sérð við sjóinn!

Árstíð: allt árið Aldur: 8+ ára
Markmið: Greina mismunandi þætti í landslaginu við ströndina og reyna að skilja hvernig ströndin mótast af sjávargangi, veðri og vindum. Bæta orðaforða og skilning á hugtökum, meðal annars með því að fjalla um og fá tilfinningu fyrir sambærilegum fyrirbærum, sem þó hafa blæbrigðamun á sér, eins og t.d. vík og firði, eða eyri og tanga.


- Fjara

- Dalur

- Eyjar og sker

- Árós

- Drangar

- Fjörður

- Flói

- Skagi/nes

- Rif og lón

- Sjávarhellir

- Gatklettur

- Hnullungafjara

- Sjávarhamrar

- Eyri

- Leirur

- Skeljafjara

- Eiði

- Malarkambur