Landslag inn til landsins

Landslag inn til landsins

Hvernig mótast landslagið?

Umhverfi okkar er fjölbreytilegt og oft er talað um mismunandi landslagsþætti innan landslagsheilda eins og strandar eða hálendis. Landslagið hefur bæði stór og smá einkenni sem myndast á margvíslegan hátt. Hvaða einkenni sjást inn til landsins? Hvernig hafa þau myndast í gegnum jarðsöguna, og eru þau enn í hraðri eða hægri mótun? Finnast fjöll, djúpir dalir og gil í nágrenninu eða er landið sléttlent? Er mikið um láglendi eða hálendi í kring? 

Merktu X við landslagið sem þú sérð!

Árstíð: allt árið Aldur: 8+ ára

Markmið: Greina mismunandi þætti í landslagi inn til landsins og reyna að skilja hvernig landið hefur mótast í gegnum jarðsöguna af mismunandi öflum, svo sem jöklum, eldvirkni, skriðuföllum og veðurfari. Bæta orðaforða og skilning á hugtökum, meðal annars með því að fjalla um og fá tilfinningu fyrir sambærilegum fyrirbærum, sem þó hafa blæbrigðamun á sér, eins og t.d. á, læk og fljóti, eða fjalli og hæð.