Kirkjubæjarskóli á Síðu

Kirkjubæjarskóli á Síðu

Furðuverk

Kirkjubæjarskóli á Síðu, 1.-3. bekkur; Örn Alexander Ámundason og Una Margrét Árnadóttir

Skúlptúrar (gips, glimmer, blek); Textílverk (bómullarefni og máling); vídeóverk

Nemendur unnu með hugmyndir um furðuverur þar sem ímyndunaraflinu var gefinn laus taumur. Í meðförum nemenda tóku þeirra eigin furðuverur á sig mynd, hver með sín sérkenni, svo sem áhugamál, fæðu og híbýli. Rannsókn nemenda með líffræðingi Vatnajökulsþjóðgarðs á útliti og eðli veranna leiddi í ljós flokkunarfræðileg einkenni furðuveranna sem skiptast eftir útliti og atferli í fjóra aðskiljanlega flokka líkt og aðrar lífverur.

Nemendur drógu einnig upp textílmálverk sem sýna það umhverfi sem hver vera kýs sér helst og unnu vídeóverk sem lýsir vel hinum fjölbreyttu og á stundum óhugnanlegu furðuverum.

Fæðuvefur í stöðuvatni