Jarðlagabúðingur
Jarðlagabúðingur
Markmið og tilgangur
Að útbúa ljúffengan búðing í lögum sem líkja eftir innri gerð jarðar. Uppskriftin er fyrir átta manns. Samhliða búðingsgerðinni lærum við hvað innri lög jarðar nefnast.
- Árstíð: Allan ársins hring
- Aldur 4+


Markmið og tilgangur
Að útbúa ljúffengan búðing í lögum sem líkja eftir innri gerð jarðar. Uppskriftin er fyrir átta manns. Samhliða búðingsgerðinni lærum við hvað innri lög jarðar nefnast.
- Árstíð: Allan ársins hring
- Aldur 4+
Um Jarðlögin
Jörðin er lagskipt, þetta þekkja vísindamenn sem skoða innri gerð jarðar vel. Innri gerð jarðar er helst skoðuð með jarðskjálftabylgjum því hegðun þeirra og hraði er mismunandi eftir því efni sem bylgjurnar fara í gegnum.
Jörðinni má því skipta í kjarna sem skiptist í innri kjarna sem er úr föstu járni (sykurpúðar), ytri kjarna sem er úr fljótandi járni (gulur vanillubúðingur), möttullinn er að mestu úr föstu bergi en er þó mýkri en berg á yfirborði því hann er svo heitur, efstu hvolfin (súkkulaðibúningur) skiptist í linhvolfið sem er seigfljótandi og stinnhvolf sem eru úr föstu efni og mynda fleka jarðar, efst er svo skorpan sem er úr bergi (Oreokex).
Við þurfum
- 2 stórar skálar
- 3 minni skálar
- Handþeytara
- Mælikönnu
- Bollamál
- Pakka af Royal vanillubúðingi
- Pakka af Royal súkkulaðibúðingi
- 1 lítra af mjólk (1/2 lítri fyrir hvorn búðingspakka)
- Rauðan, gulan og grænan matarlit
- 1 bolla af kókosmjöli
- 10 Oreokex
- 1 bolla af litlum sykurpúðum
- 8 glær glös sem rúma 1,5 dl
- Risaeðluhlaup, ef vill

Efni sem við þurfum í tilraunina: Matarlitir, mjólk, Royal búðingar, Oreokex, kókosmjöl, risaeðluhlaup og sykurpúðar

Áhöld sem við þurfum í tilraunina: Tvær stórar skálar, handþeytara, þrjár litlar skálar, mælikönna, glös og bollamál
Framkvæmd
- Byrjið á því að hræra vanillubúðinginn samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum í stóra skál.
- Áður en búðingurinn þykknar skiptið honum í tvær minni skálar.
- . Bætið 10 dropum af rauðum matarlit í aðra skálina og blandið vel saman við vanillubúðinginn.
- Bætið 10 dropum af gulum matarlit í hina skálina og blandið vel saman við vanillubúðinginn.
- Hrærið súkkulaðibúðinginn í stóra skál samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
- Setjið kókosmjölið í poka ásamt 5 dropum af grænum matarlit. Hristið pokann vel svo allt mjölið verði grænt.
- Setjið Oreokexið í poka, lokið honum vel og myljið kexið með kökukefli.
Þegar búðingurinn í skálunum er orðinn þykkur er hráefnunum raðað í glæru glösin til að líkja eftir innri gerð jarðar. Setjið hráefnin í eftirfarandi röð í hvert glas:

Skiptið vanillubúðingnum í tvær skálar og litið hann með gula og rauða matarlitnum

Setjið sykurpúðana í botninn á glösunum

Setjið því næst þunn lög af gula og rauða vanillubúðingnum og því næst súkkulaðibúningnum

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Krukka eða skál, bómull, hvítlaukur og vatn
- 6 litlir sykurpúðar neðst
- Innri kjarni: 1 matskeið gulur vanillubúðingur
- Ytri kjarni: 1 matskeið rauður vanillubúðingur
- Möttull: 1 og hálf matskeið súkkulaðibúðingur
- Jarðskorpa: 1 matskeið mulið Oreokex
- Gras/Yfirborð jarðar: 1 matskeið grænt kókosmjöl
- Risaeðluhlaup eða annað skraut (ef vill)
Svo er bara að bragða á jarðlagabúðingnum!

Tilbúnir jarðlagabúðingar
Vissir þú?
- Hitastigið innst í jörðinni er 5500 °C, en hitastig mannslíkamans er bara 37°C.
Orðalisti:
- Innri kjarni jarðar er gerður úr blöndu járns og nikkels á föstu formi.
- Ytri kjarninn hefur sömu samsetningu og innri kjarninn en er á fljótandi formi.
- Möttullinn er deigur, sem þýðir að hann hegðar sér eins og vax með hægum hreyfingum. Hluti hans er þó fast berg.
- Jarðskorpa: Yfirborð jarðar, sem skiptist upp í misstór jarðskorpubrot sem við köllum fleka. Til eru tvær gerðir af jarðskorpu; meginlandsskorpa og hafsbotnsskorpa.
- Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn í leikskóla og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði. Tilraunin hentar einnig fyrir eldri nemendur.
- Námsbók sem fjalla um efni tilraunarinnar er til dæmis Auðvitað, jörð í Alheimi eftir Helga Grímsson, en hún er ætluð fyrir miðstig grunnskóla.
- Efnisorð: Náttúrufræði, jarðfræði, innri bygging jarðar, kjarni, möttull, jarðskorpa.

Tilbúnir jarðlagabúðingar

Efni sem við þurfum í tilraunina: Matarlitir, mjólk, Royal búðingar, Oreokex, kókosmjöl, risaeðluhlaup og sykurpúðar

Áhöld sem við þurfum í tilraunina: Tvær stórar skálar, handþeytara, þrjár litlar skálar, mælikönna, glös og bollamál

Skiptið vanillubúðingnum í tvær skálar og litið hann með gula og rauða matarlitnum

Setjið sykurpúðana í botninn á glösunum

Setjið því næst þunn lög af gula og rauða vanillubúðingnum og því næst súkkulaðibúningnum

Bætið við kexmulningi og litaða kókosmjölinu, þá má raða hlaupi eða öðru skrauti á yfirborð jarðar