Hverfið mitt
Hverfið mitt
Náttúran er alls staðar!
Við á Íslandi finnum mismikið fyrir villtri náttúru umhverfis okkur, sumir búa í sveit og aðrir í þéttbýli. En hvar sem við búum erum við öll hluti af náttúrunni og hún er alls staðar í kringum okkur. Í þéttbýli finnum við síður fyrir hinni villtu náttúru, en tökum frekar eftir manngerðu umhverfi eins og malbiki og byggingum. Á göngustígnum, leikvellinum eða skólalóðinni finnst samt alls konar náttúra sem er hluti af umhverfi alls konar lífvera. Blóm, gras og mosi spretta upp á milli gangstéttarhella eða upp úr steypu og malbiki. Fuglar syngja í trjám og utan á byggingum og smádýr flögra og skríða um.
Hvað finnst í þínu nánasta umhverfi?
Merktu X við það sem þú finnur úti í hverfinu þínu!
Árstíð: allt árið Aldur: 6+ ára
Markmið: Fara út í þéttbýli og leita að öllu sem tengist náttúrunni í nánasta umhverfi. Átta sig á að náttúran er alls staðar og það getur veitt okkur gleði að tengjast öllum þáttum hennar, jafnvel í þéttri byggð þar sem lítið virðist við fyrstu sýn vera ómanngert.
- Fíflar
- Ský
- Lauftré
- Barrtré
- Prik
- Sól
- Litrík blóm
- Grænar plöntur
- Pöddur
- Steinar
- Pollar
- Fuglar
- Gras
- Mold
- Möl
- Hraun
- Sandur
- Runni