Húnakúbburinn Hvammstanga
Húnakúbburinn Hvammstanga


Lífbreytileiki fjörunnar
Húnaklúbburinn Hvammstanga, mismunandi aldur
Textílþrykk (fjörulífverur, textíll, málning)
Fjölbreytileiki fjörunnar sést hér í stóru textílþrykkverki, sem unnið var eftir fjöruferð
nemenda, og sýnir lífríki fjörunnar á flóði. Nemendur fóru í fjörurnar utan við
Hvammstanga og sóttu þar efnivið, svo sem steina, þang, skeljar og bein. Þarinn var þurrkaður og pressaður í plöntupressu og efniviðurinn síðan nýttur til að útbúa textílstimpla. Stór ofinn dúkur var málaður með textílmálningu en smáatriðum úr lífríkinu bætt þar ofan á, með textílformunum, akrýlmálningu, pappír og þurrkaða þaranum.
Kennari: Cécile Chauvat
Smiðja: Helga Aradóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir safnkennarar Náttúruminjasafnsins stóðu fyrir textílstimpla- og þrykksmiðju um fjöruna og lífríki hennar.





