Heiðin

Heiðin

Fram í heiðanna ró

Heiðar eru slétt fjalllendi með aflíðandi hlíðum. Þær finnast út um allt Ísland og eru oftast óbyggðar á okkar tímum en áður fyrr fundust þar stundum lítil kot, svokölluð heiðarbýli. Heiðar eru bæði lágar eða háar, stuttar eða langar, grónar eða grýttar, og um þær liggja oft fornar þjóðleiðir eða akvegir. Í fallegu veðri er gaman að fara um heiðarnar og skoða plöntur og dýr, læki og heiðavötn, en oft getum við líka lent í þoku og lélegu skyggni þar.

Hvað haldið þið að sé líklegt að sjá uppi á heiðum? Hvað getur verið erfitt að sjá nema með heppni eða mikilli þolinmæði?

Merktu X við það sem þú finnur á heiðinni!

Árstíð: allt árið Aldur: 6+ ára

Markmið: Að kynnast náttúrunni í óbyggðum, átta sig á einkennum heiða og tala um sögur tengdar gömlum þjóðleiðum og heiðarlendi. Efla náttúrulæsi og orðaforða með því að skoða lífríki og landslag uppi á heiðum.