Haust – upplifun

Haust – Upplifun

Nú haustar að

Haustið ber með sér blendnar tilfinningar þegar lífið gefur eftir og náttúran líkt og kastar yfir sig skikkju. Náttúran tekur til við að undirbúa sig fyrir veturinn, hver angi hennar með sínu sniði. Laufin falla af trjám, pöddurnar krókna og farfuglarnir fljúga til hlýrri landa áður en haustlægðirnar ber að ströndum landsins. Á sama tíma undirbýr náttúran sig fyrir næsta vor með haustuppskeru eftir gjöfult sumarið. Haustin eru því tími berja- og sveppatínslu og haustlitaferða þegar kjarr og lynggróður tekur á sig rauðgulan blæ.

Ber haustið með sér sérstaka lykt og liti? Hvaða fuglar fara til hlýrri landa og hverjir dvelja áfram hér á landi?

Merktu X við það sem þú sérð, heyrir og finnur á haustin!

Árstíð: Haust Aldur: 6+ ára

Markmið: Að fylgjast með haustinu, breytingum á lífríkinu og veðrinu. Að beina athyglinni að náttúrunni, njóta útivistar og efla núvitund og náttúrulæsi.