Grunnskóli Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar

Hvernig sjá dýrin umhverfið okkar?

Grunnskóli Hornafjarðar, 5. og 6. bekkur; Hanna Dís Whitehead

UNDIR Hvernig lítur Jökulsárlón út frá selum? Mannfólkið sér bara toppinn á ísjökunum sem þar fljóta á meðan selirnir sjá þá alla. Jöklar voru búnir til úr pappír og límbandi sem síðan voru sprautaðir með vatnslitum til að sýna bláa litinn sem leynist undir vatnsyfirborðinu. Nemendur teiknuðu í kjölfarið seli og klipptu út og settu við jakana til að sýna betur skalann sem unnið var með.

YFIR Umhverfi okkar út frá sjónarhóli fugla. Nemendur máluðu með löngum prikum með áföstum penslum umhverfið okkar séð útfrá fljúgandi fuglum. Hvert þeirra gerði svo einn fugl sem flýgur yfir umhverfið. Þau ákváðu hæðina á fuglunum og þurftu í kjölfarið að finna út hvernig væri hægt að vinna með prikin til að ná þeirri hæð sem þau vildu.

OFAN ÍHvað sér músin? En járnsmiðurinn sem labbar yfir mosann? Nemendur gerðu blóm af svæðinu út frá sjónarhorni músar, þess vegna urðu blómin mjög há. Sjá má t.d bláklukkur, holtasóleyjar og sóley. Ganga má á milli þeirra og ímynda sér hvernig er að vera mús í Austur Skaftafellssýslu á fögrum sumardegi.

Með því að setja sig í spor lífvera Vatnajökulsþjóðgarðs nálgast nemendur hér lífríki, umhverfi og vistkerfi garðsins frá óvæntum og nýstárlegum sjónarhóli. Sjónarhorn ólíkra lífvera eins og sels, hreindýrs, tófu, járnsmiðs og músar er kannað og dregið upp fyrir sýningargesti í þremur stórum upplifunarverkum.

Mannlegt hversdagslegt sjónarhorn er hér fjarlægt úr verkunum og nemendur rannsaka fjölbreytileika náttúrunnar í gegnum skynjun lífvera í kringum okkur sem við þekkjum vel en deilum ekki sjónarhorni með. Með þessu næst afar mikilvæg tenging við náttúruna frá sjónarmiði annarra en mannsins.

Fæðuvefur í stöðuvatni