Grunnsævi
Grunnsævi


Grunnsævi nær frá neðri fjörumörkum og niður á um 200 metra dýpi, sem er um það bil jafndjúpt og sólarljósið nær. Umhverfis Ísland og raunar flest meginlöndin er sjávarbotninn grunnur og á því svæði tölum við um landgrunn. Utan við brúnir landgrunnsins eru svo landgrunnshlíðarnar, snarbrattar hlíðar ofan í hyldýpi úthafanna. Grunnsævið liggur á landgrunninu og þótt það sé aðeins um 1% af flatarmáli sjávar er það mjög mikilvægt því þar ná sólargeislar niður á botninn. Sólarljósið er nauðsynlegt fyrir margar sjávarlífverur, eins og þörunga sem nota það til að vaxa og dafna. Sífellt stærri lífverur lifa svo á þeim og því finnast mjög fjölbreyttar lífverur og fisktegundir á grunnsævi. Þótt grunnsævið sé ekki umfangsmikið er það samt mesta framleiðslusvæði hafsins. Á máli líffræðinga er sagt að framleiðnin sé mest þar og að vistkerfi grunnsævis framleiði mikinn lífmassaMagn efnis sem er bundið í lífverum.
Af landi berast stanslaust alls konar efni út í hafið. Íslensku jökulárnar eru sérstaklega mikilvægar fyrir hafið því þær bera með sér gríðarlegt magn næringarefna. Kísill er gott dæmi því hann er nauðsynlegur fyrir vöxt kísilþörunga, en önnur nauðsynleg efni eins og fosfór berast líka af landi út í sjó með ánum.






Svæði sjávar.
Svæði sjávar.
Fæðuvefur í stöðuvatni