Grunn- og leikskólinn í Hofgarði

Grunn- og leikskólinn í Hofgarði

Kolagerð og Svartifoss 

Hvernig liti fáninn okkar út, ef hann væri úr eldi, ís og mjúkum mosa? 

Dagsferð í Skaftafell 

Grunn- og leikskólinn í Hofgarði; Eva Bjarnadóttir

Nemendur unnu saman þvert á aldur að þremur sjálfstæðum þematengdum verkum sem snerta á náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs í nærumhverfi nemenda. Fyrsta verkið nefnist Dagsferð í Skaftafell þar sem náttúra fléttast saman við form í umhverfi okkar í gegnum birki og aðrar jurtir í Skaftafelli. Í verkinu Kolagerð og Svartifoss er unnið með kolagerð og hún skoðuð í tengslum við liti og form í Svartafossi. Þriðja verkið er textílverk þar sem nemendur unnu með hugmynd að náttúrufána fyrir þemað Eldur, ís og mjúkur mosi, þar sem margs konar aðferðum í textíllist er blandað saman í heildstætt verk sem gæti verið einkennisfáni Vatnajökulsþjóðgarðs. Nemendur þæfðu ull í mosaþembu, krosssaumuðu snjókorn, máluðu ís og flosuðu eld. Að lokum var nokkrum dúskum bætt við.

Fæðuvefur í stöðuvatni