Grunnskóli Snæfellsbæjar, Norðan heiða

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Norðan heiða

Fæðukeðja og vistkerfi

Grunnskóli Snæfellsbæjar, norðan heiða, 5. bekkur

Litir og úrklippur á blindramma, lífverur úr pappamassa og leir í vistkerfi, sögur og ljóð

Tvö stór verk voru unnin fyrir sýninguna, innblásin af vistkerfum á landi og í lofti. Fæðukeðjur og tengingar milli lífvera eru dregnar fram í gegnum ýmsa þræði, suma greinilega okkur mannfólkinu en einnig aðra, sem eru okkur ef til vill ekki jafnljósir. Í stærra verkinu sjáum við lífverurnar í og ofan á moldinni sem og þær sem svífa um í kringum okkur. Má þar nefna sveppi, orma, flugur og fugla. Til að undirstrika mikilvægi hverrar og einnar lífveru í margslungnum vefnum hafa nemendur sagt sögur þeirra í teiknimyndasöguformi auk þess að yrkja ljóð og myndskreyta í eigin ljóðabók.

Kennarar: Ingiríður Harðardóttir, Maríanna Sigurbjargardóttir, Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir og Margrét Sif Sævarsdóttir

Smiðja: Teiknaratvíeykið Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring leiddu skókassasmiðju um jarðveg og lífríki hans.