Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsudeild

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsudeild

Lífið í sjónum

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsudeild, 3. og 4. bekkur

Líkan (Pappamassi, gömul dagblöð, pappakassi, tréplata, sandur og lífverur)

Hér er sjónum beint að samlífi mismunandi lífvera sem fundust í fjöruferð nemenda í Tungufjöru, en líkanið er til marks um afar auðugt líf fjörunnar. Ef vel er gáð að má hér líta bogkrabba, grjótkrabba, sandsíli, krossfisk, olnbogaskel, nákuðung, snúðorma, svampa, ígulker, þangdoppur, klettadoppur, möttuldýr, hörpudisk, bóluþang, bláskel og ýmsa þörunga. Á skjánum fyrir ofan líkanið má sjá stoppmynd byggða á líkanagerð nemenda. Við sjáum fjörudýrin lifna við og hreyfa sig um líkt og í sínu náttúrulega umhverfi. Við sjáum krabba reka saman nef sín og kyssast, en vegna illrar umgengni mannsins sem hendir rusli út í náttúruna eiga dýrin sífellt á hættu á að festa sig í úrgangi mannsins, svo sem netum og öðrum veiðafærum.

Kennarar: Silja Sigurðardóttir og Rósa Erlendsdóttir


Smiðja: Teiknaratvíeykið Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring leiddu skókassasmiðju um jarðveg og lífríki hans.