Fræ spíra
Fræ spíra
Markmið og tilgangur
Að fylgjast með því hvernig fræ af karsa verður að plöntu.
- Árstíð: Vor
- Aldur 4+

Markmið og tilgangur

Markmið og tilgangur
Að fylgjast með því hvernig fræ af karsa verður að plöntu.
- Árstíð: Vor
- Aldur 4+
Við þurfum
- Karsafræ sem fást í garðyrkjuverslunum.
- Litla krukku eða grunnan bakka.
- Bómullarpúða.
- Úðabrúsa með vatni.

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Úðabrúsi, skál, bómull, karsafræ
Framkvæmd
- Setjið nokkra bómullarpúða í krukkuna, nægilega marga til að þekja botninn.
- Bleytið bómullina með vatni úr úðabrúsanum.
- Dreifið fræjum yfir bómullina.
- Karsaplantan er tilbúin eftir 1–2 vikur, þegar hún er 2–3 cm á hæð og komin með tvö lítil laufblöð.
- Klippið nokkrar plöntur og smakkið.

Það þarf að úða karsafræðin reglulega svo þau byrji að spíra

Hér má sjá að fræin eru byrjuð að spíra

Karsi fer að vaxa úr fræunum
Hvað gerist?
Fræin draga í sig vatn úr blautu bómullinni. Við það byrja rætur að vaxa út úr fræinu og nokkru seinna myndast stöngull og tvö laufblöð. Ein planta af karsa verður til úr hverju fræi.
Vissir þú?
- Þurr fræ geta ekki myndað rætur.
- Karsi er kryddjurt af krossblómaætt. Bragðið er svolítið beiskt en mjög gott með soðnu eggi.
- Svíar borða mikið af karsa en þar í landi er karsi kallaður smörgåskrasse.
- Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði ásamt því að kynna fyrir nemendum ferla og hringrásir í náttúrunni.
- Þessi tilraun styður enn fremur við hæfniviðmið um verklag, nánar tiltekið vinnubrögð og færni í náttúrufræði við lok 4. bekkjar.
- Námsbækur sem fjalla um viðfangsefni tilraunarinnar á yngsta stigi grunnskóla er t.d. Komdu og skoðaðu umhverfið (bls. 14) eftir Sigrúnu Helgadóttur og Lifandi náttúra, líffjölbreytileiki á tækniöld, ritstjóri Andri Már Sigurðsson og Náttúran allan ársins hring eftir Sólrúnu Harðardóttur.
- Þessa tilraun er tilvalið að gera samhliða tilrauninni Hvítlaukur i krukku og fá nemendur til að velta fyrir sér muninum á fjölgun með fræi og vaxtaræxlun.
- Efnisorð: Náttúrufræði, líffræði, plöntur, rætur, laufblöð, fjölgun með fræi.

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Úðabrúsi, skál, bómull, karsafræ

Það þarf að úða karsafræin reglulega svo þau byrji að spíra

Hér má sjá að fræin eru byrjuð að spíra

Karsi fer að vaxa úr fræunum