Ljósmyndir úr náttúrunni (lífverur, makróljósmyndir)
Í myndum nemenda við Flúðaskóla birtast frosin form vetrarins, einkum strá, blóm og önnur form úr plönturíkinu. Nemendur fóru út í náttúruna í skammdegi vetrarins og söfnuðu sýnum á þeim tíma þegar lífið liggur að miklu leyti í dvala. Þegar inn var komið umbreyttust svo hinir stirðnuðu lífveruhlutar í margs konar form í smásjám, sem nemendur fengu að meðhöndla á margs konar hátt, hver eftir sínu höfði og því myndefni sem hver valdi sér. Myndirnar sýna stækkuð form, sérhver þeirra er op inn í heim líffjölbreytileika á skala sem mannsaugað greinir varla eða jafnvel ekki.
Kennari: Margrét Sævarsdóttir
Smiðja: Macroljósmyndasmiðjan Fegurðin í því smáa með videolistamanninum Heimi Frey Hlöðverssyni.