Fjaran
Fjaran


Fjaran er þar sem haf og land mætast. Hæð sjávar í fjörunni er ekki jöfn heldur sveiflast hún upp og niður eftir tíma dags. Það heita sjávarföll en oft er einfaldlega talað um flóð og fjöru. Þegar sjórinn liggur lágt er fjara og oft er þá hægt að komast langt út á fjörubotninn til að skoða lífríkið þar. Á móti hverri fjöru er svo flóð og þá er fjaran undir sjó. Sjávarföllin verða vegna þess að tunglið og sólin toga til sín sjóinn um leið og jörðin snýst um sjálfa sig. Á Íslandi eins og á flestum stöðum í heiminum verða bæði fjara og flóð tvisvar á sólarhring.


Flestar lífverur sem finnast í fjörunni koma úr sjónum. Þær raða sér í belti eða rendur þvert á fjöruna og er það kallað beltaskipting fjörunnar. Hrúðurkarlar finnast til dæmis efst í fjörunni í hrúðurkarlabeltinu en um miðja fjöruna er belti af klóþangi. Fyrir neðan fjöruna liggja svo þaraskógar, til dæmis með beltisþara og hrossaþara.
Fjörur geta verið alls konar. Sumar fjörur eru skjólsælar sem þýðir að öldurótÖldurót merkir að það er mikill öldugangur. er lítið og því safnast þar fyrir fínn sandur eða leir. Dæmi um þetta eru svokallaðar sandmaðksleirur, þar sem litlir hraukar af úrgangi sandmaðksins sjást víða. Í fjörum þar sem er mikið öldurót skolast hins vegar allt fínt efni í burtu svo berar klappir blasa við. Í slíkum klappafjörum þar sem er mikill öldugangur lifa oft lífverur sem þurfa fast undirlag, eins og margs konar þang sem festir sig við klappirnar.








Fæðuvefur í stöðuvatni