Í þverfaglegu verki nemenda við Fellaskóla var sjónum beint að hinum gömlu alþýðlegu skófum, sem eru í raun fléttur sem lifa á steinum og trjám. Skófir og aðrar fléttur eru merkilegur þáttur náttúrunnar sem oft er þó litið framhjá. Nemendur fóru út og fundu skófir sem voru svo rannsakaðar í smásjá þegar inn var komið og ljósmyndaðar. Hver nemandi vann áfram með sína eigin fléttu, rannsakaði, las sér til um hana í bók Harðar Kristjánssonar fléttufræðings, og orti svo ljóð. Að lokum mótaði hver sína fléttu í leir, teiknaði og ritaði nafn hennar á blað.
Kennarar: Magnea Þuríður Ingvarsdóttir, Greta Sigríður Guðmundsdóttir og Natalia Mikhaylova
Smiðja: Björk Þorgrímsdóttir skáld stóð fyrir ljóðasmiðjunni Fléttur á skólalóðinni.