Eskifjarðarskóli
Eskifjarðarskóli


Heimur birkisins
Eskifjarðarskóli, 5. og 6. bekkur
Klippimyndir (pappír og litir)
Heimur íslenska birkisins birtist hér ljóslifandi í verki nemenda við Eskifjarðarskóla sem var rannsókn á birkitrjám og lífríki þeirra. Í stöku tré sem lætur ekki mikið yfir sér birtist heil veröld lífvera sem tengjast allt frá rótum upp í efsta topp. Nemendur útbjuggu tvö birkitré úr pappírsklippum og teikningum, dökk- og ljósstofna. Með hugmyndum sínum og úrvinnslu sýna nemendur hve mikið líf og fjör leynist í greinum birkisins ef við gefum okkur tíma til að staldra við og njóta návistar þeirra.
Kennari: Sonja Einarsdóttir
Smiðja: Innantegundabreytileiki birkis og lífríkið sem tengist þeim, sem Friðgeir Jóhannes Kristjánsson leiddi.












