Eldur, ís og mjúkur mosi

23. apríl – 6. maí 2024 í sérsýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð Perlunnar

Sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi er afrakstur samstarfs Náttúruminjasafns Íslands, Vatnajökulsþjóðgarðs, sex grunn- og leikskóla í nágrenni þjóðgarðsins auk eins á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið miðaði að því að beisla sköpunarkraft barnanna, sem fengu vettvang til að túlka náttúru þjóðgarðsins, verndargildi hans og sögu með aðstoð hönnuða og listafólks í heimabyggð skólana. Í gegnum listræn ferli sköpuðust dýrmætar tengingar milli barnanna og Vatnajökulsþjóðgarðs, sem auka á meðvitund framtíðarkynslóðanna um þá sameign þjóðarinnar sem þjóðgarðurinn er.

Eldur, ís og mjúkur mosi er samsýning nemenda í Egilsstaðaskóla, Grunn- og leikskólanum Hofgarði, Grunnskóla Hornafjarðar, Kirkjubæjarskóla á Síðu, Reykjahlíðarskóla, Urriðaholtsskóla og Öxarfjarðarskóla.

Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík og Hönnunarmars og er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.

Hér getur þú skoðað verk skólanna

Hér getur þú skoðað verk skólanna