Einlend tegund

Einlend tegund

Íslandsvatnsmarfló. Mynd: Ragnhildur Guðmundsdóttir

Einlendar tegundir eru þær tegundir lífvera sem finnast bara á einu ákveðnu svæði eða í ákveðnu landi á Jörðinni. Á Íslandi eru ekki margar einlendar tegundir en það skýrist af aldri og legu landsins. Ísland er ung eldfallaeyja og það eru aðeins 10–12 þúsund ár síðan hún kom undan ísaldarjökli. Þau dýr, plöntur og sveppir sem finnast hér hafa því nánast allar numið land síðan ísaldarjökullinn hopaði.

Á Íslandi finnast nokkrar einlendar tegundir. Tvær þeirra eru Íslandsmarfló og Þingvallamarfló. Þessar marflær lifa í grunnvatni undir ungum hraunum á hinum eldvirku svæðum landsins. Þær eru skildar erlendum tegundum marflóa bæði í Norður-Ameríku og Evrópu en hafa þróast í sjálfstæðar einlendar tegundir eftir að Ísland varð að eyju fyrir mörgum milljónum ára. Á ísöldinni lifðu þær af neðanjarðar í grunnvatni undir ísaldarjöklinum.

Önnur einlend tegund sem finnst á Íslandi er tunguskollakambur. Það er burknategund sem finnst bara á einum stað í heiminum, við Deildatunguhver í Borgarfirði!