Egilsstaðaskóli

Egilsstaðaskóli

Fjallvegir Flumbru

Egilsstaðaskóli, 3. bekkur; Íris Lind Sævarsdóttir

Málverk og skúlptúrar (margvíslegur efniviður); hreyfimynd (stop-motion); ljóð og myndir

Verkið er innblásið af sígildri sögu Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsögu úr fjöllunum, og ferðalag aðalsögupersónunnar Flumbru í verkinu til tröllkarlsins síns. Nemendur rannsökuðu í samvinnu við þjóðgarðsvörð landslag, fornar þjóðleiðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs og staðhætti, m.a. Flumbrugil á Lónsöræfum, og röktu leið Flumbru innan þjóðgarðsins yfir fjöll og firnindi, hóla, jökla, ár, gil, sanda, kletta og hraun, mosa og gras. Í rannsókninni draga nemendur upp heildstæða mynd af umhverfi garðsins á nýstárlegan hátt í gegnum nútímaþjóðsögu og brúa á einstakan hátt bilið milli bókmennta og náttúru.

Nemendur útbjuggu hreyfimynd úr verkum rannsóknarinnar og unnu með ljóð tengt náttúru þjóðgarðsins.

Fæðuvefur í stöðuvatni