Yfirborðsvatn
Yfirborðsvatn


Ísland er úrkomusamtÞar sem er mikil úrkoma, bæði rignir og snjóar mikið. land, eyja út í miðju Norður-Atlantshafi og hér ganga oft miklar lægðir yfir. Það rignir því mikið en á sama tíma er loftslag frekar kalt og uppgufun lítil. Hér er því nóg af ferskvatni og það er mjög sýnilegt víðast hvar á landinu. Yfirborðsvatn er það vatn sem sést á yfirborði jarðar, andstætt grunnvatni sem streymir neðanjarðar. Yfirborðsvatn getur verið rennandi í ám, lækjum, fljótum eða öðrum vatnsföllum. Yfirborðsvatn getur líka fyllt lægðir og bolla í landslaginu og myndað stöðuvötn, tjarnir og mýrlendi.




