Lífverur í fjörunni

Lífverur í fjörunni

Skoðum fjörulífið

Fjaran vekur alltaf athygli og áhuga okkar. Forvitnin kviknar þegar eitthvað lifandi sést undir steinum og þarabingjum, eða þegar skrítnum dýrum skolar á land. Lífverur í fjörunni eru margs konar, skeljar og kuðungar, þari, krabbar og svo auðvitað fuglar sem tína upp í sig gómsæt smádýr með löngum goggum. 

Merktu X við það sem þú finnur í fjörunni!

Árstíð: allt árið Aldur: 6+ ára

Markmið: Að þjálfa þolinmæðina við leit að lífverum í fjörunni. Að læra að greina og þekkja mismunandi lífveruhópa sem við gefum ekki alltaf gaum í okkar daglega lífi. Efla náttúrulæsi og orðaforða.