Vetur – upplifun
Vetur - upplifun


Nú er frost á Fróni
Á veturna liggur stærstur hluti náttúrunnar í dvala. Tré standa laufvana utan sígrænna barrtrjánna sem veita smáfuglum skjól fyrir nöprum vindum. Gróðurinn hefur visnað og pöddurnar horfið, dánar eða komnar í bæli yfir veturinn. Farfuglarnir eru horfnir til hlýrri landa en staðfuglar, sem eru hér allt árið, þrauka veturinn. Umhverfi okkar breytist, það kólnar í veðri og oft ganga harðir frostakaflar og hríðarbyljir yfir landið. Birtan minnkar og skammdegið tekur við með stjörnum og norðurljósum á himni. Rétt fyrir jól eru vetrarsólstöður, sá dagur þegar sólin er styst á lofti. Það er dimmasti tími ársins en upp úr áramótum tekur að birta aftur. Seinni hluti vetrar er oft harður en skyndilega birtist vorið aftur og vekur náttúruna varlega úr dvala sínum.
Taktu eftir hvernig hljóð náttúrunnar dempast þegar snjór liggur yfir jörðinni.
Merktu X við það sem þú sérð, heyrir og finnur á veturna!

Árstíð: Vetur Aldur: 6+ ára
Markmið: Að fylgjast með vetrinum einkennum hans, hvernig lífríkið leggst í dvala og veðrið breytist. Að beina athyglinni að náttúrunni, njóta vetrarútivistar og efla núvitund og náttúrulæsi.


Snjór

Vindur

Snjókarl

Barrtré

Haglél

Klaki

Spor

Smáfuglar

Stjörnur

Kuldi

Sól lágt á lofti

Sjór

Tungl

Vatn

Norðurljós
