Skógarferð
Skógarferð


Hvað leynist í skóginum?
Út um allt land hafa þéttir og gróskumiklir skógar verið ræktaðir upp, með góðum göngustígum þar sem finna má margs konar lífverur. Skógarganga er skemmtileg og fræðandi útivist, þar sem svala má þekkingarþorsta og forvitni með hvatningu til að greina betur hið stóra og smáa á leið um skóginn. Tré, plöntur, fuglar og smádýr eru margs konar og umhverfi sem lítur kannski í fyrstu út fyrir að vera eins er við nánari skoðun fjölbreytt og margvíslegt.
Merktu X við það sem þú finnur í skóginum!

Árstíð: allt árið Aldur: 6+ ára
Markmið: Skoða vistkerfi skógarins, kynnast lífríki hans og einkennum. Átta sig á mismunandi trjám og öðrum plöntum, pöddum, fuglum og smádýrum. Hvað lifir í trjánum, grasinu, lynginu sem og niðri í moldinni? Bæta orðaforða tengdum skóginum.


- Fugl

- Börkur

- Kanína

- Lauftré

- Bjalla

- Snigill

- Fræ

- Runni

- Könguló

- Ánamaðkur

- Fiðrildi

- Fluga

- Flétta (skófir)

- Lirfa

- Ber

- Skógarálfur

- Mosi

- Köngull

- Gras

- Grenitré