Fjöruferð
Fjöruferð


Hvað finnum við í fjörunni?
Margt sniðugt og spennandi má finna í fjörum víða um land. Fjörur eru margvíslegar að gerð og stærð, og nefnast ýmsum nöfnum eins og sandfjörur, þangfjörur, hnullungafjörur og leirur.
Hvað finnum við í fjörunni? Eru allar fjörur eins? Af hverju eru steinar í fjörum yfirleitt sléttir? Hver er munurinn á flóði og fjöru, og hvernig hagar sjórinn sér í mismunandi veðri? Er mikið rusl í fjörunum?
Það er góð hugmynd að taka ruslapoka með og tína upp það sem ekki á heima í fjörunni!
Merktu X við það sem þú finnur í fjörunni!

Árstíð: allt árið Aldur: 6+ ára
Markmið: Skoða hvað má finna í fjörunni, kynnast lífríkinu og umhverfinu. Átta sig á muni á flóði og fjöru og læra að umgangast fjörur eftir gerð þeirra (t.d. að fara varlega um sleipar þang- og hnullungafjörur eða passa sig að lenda ekki í öldunum). Bæta orðaforða tengdum fjörunni.


- Krabbi, lifandi eða dauður

- Skeljar

- Þöngulhausar

- Kuðungur

- Litaðir steinar

- Sandur

- Dýrabein

- Þang

- Steinar

- Hvítir steinar

- Rusl

- Rekaviður