Vatnskötturinn

Getur þú klárað
að lita myndirnar?

Leiðbeiningar

Hér fyrir neðan eru teikningar af vatnsketti sem hægt er að prenta út og klára að teikna og lita. Vatnskötturinn er einkennisdýr sýningar Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

Vatnskettir eru lirfur vatnabjallna og finnast í vötnum og tjörnum um land allt. Þeir eru rándýr og fara um á botninum.

Vatnskettir hremma bráðina og bíta með sterkbyggðum kjálkum, sprauta í hana efni sem lamar og leysir upp, og sjúga síðan upp í sig vessana. Vatnskettir éta orma, krabbadýr og mýlirfur, en líka aðra vatnsketti og lítil hornsíli.

Líkt og önnur skordýr skipta vatnskettir um ham þegar þeir vaxa og þroskast. Þegar lirfan hefur haft hamskipti tvisvar púpar hún sig. Úr púpunni skríður fullþroska vatnabjalla sem makast og verpir eggjum sínum í vatninu. Vatnsketti má finna í júní og fram í september.

Teikningar: Rán Flygering

Leiðbeiningar

Hér fyrir neðan eru teikningar af vatnsketti sem hægt er að prenta út og klára að teikna og lita. Vatnskötturinn er einkennisdýr sýningar Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

Vatnskettir eru lirfur vatnabjallna og finnast í vötnum g tjörnum um land allt. Þeir eru rándýr og fara um á botninum.

Vatnskettir hremma bráðina og bíta með sterkbyggðum kjálkum, sprauta í hana efni sem lamar og leysir upp, og sjúga síðan upp í sig vessana. Vatnskettir éta orma, krabbadýr og mýlirfur, en líka aðra vatnsketti og lítil hornsíli.

Líkt og önnur skordýr skipta vatnskettir um ham þegar þeir vaxa og þroskast. Þegar lirfan hefur haft hamskipti tvisvar púpar hún sig. Úr púpunni skríður fullþroska vatnabjalla sem makast og verpir eggjum sínum í vatninu. Vatnsketti má finna í júní og fram í september.

Teikningar: Rán Flygering

Veldu teikningu hér fyrir neðan

Getur þú klárað að teikna myndina af vatnskettinum?

Getur þú klárað að teikna lappirnar á vatnskettina?

Getur þú klárað að teikna vatnskettina á blaðinu?

Sérðu hvað vantar á vatnsköttinn fyrir ofan og neðan línuna?

Getur þú klárað að teikna og lita myndina?

Getur þú klárað að lita myndina?

Getur þú klárað að teikna myndina af vatnskettinum?

Getur þú klárað að teikna lappirnar á vatnskettina?

Getur þú klárað að teikna vatnskettina á blaðinu?

Sérðu hvað vantar á vatnsköttinn fyrir neðan línuna?

Getur þú klárað að teikna og lita myndina?

Getur þú klárað að lita myndina?