Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Eldur, ís og mjúkur mosi
Urriðaholtsskóli, 7.-9. bekkur; Sigríður Sunna Reynisdóttur í ÞYKJÓ, Sóley Stefánsdóttir, Ragga Hólm, Steinunn Jónsdóttir
Skúlptúrar og líkön (steypa, pappamassi, viður, leir, textíll o.fl) ; hljóðverk
Vatnajökulsþjóðgarður er túlkaður í fjölbreyttum og ólíkum verkum sem gefa hvert á sinn hátt innsýn inn í hinn heillandi heim þjóðgarðsins. Nemendur túlka þekkta staði, landslag og lífverur.
Eldur, ís og mjúkur mosi er hljóðverk sem túlkar margbreytilegar sagnir Vatnajökulsþjóðgarðs. Nemendur sömdu texta innblásna af sögum úr þjóðgarðinum, söfnuðu saman hljóðum úr skólanum og tóku að lokum verkið upp í stúdíói í Hafnarhúsi. Vatnsdropahljóð eru eitt af meginstefjum verksins líkt og þjóðgarðsins sjálfs og má heyra þau gegnumgangandi í bakgrunni lagsins ef gaumgæfilega er hlustað.
Hér er hlekkur til að hlusta á lagið.











